Andvari - 01.01.1928, Page 93
Andvari
Þaettir úr menningarsögu Vestmannaeyja
91
Flugum og Litlhöfða, sem einnig heyra undir þennan
leigumála, fekkst laust innan við hundrað í hlut. Nú er
þar ekki aðsótt.
Ofanleitisjarðir eiga Smáeyjar, þaðan fengust um 300
í hlut og var verið 2 daga að aðsækja, og Bjarnarey,
þaðan var um 200 í hlut. I þessum eyjum hefir fýla-
tekjan haldizt nokkurn veginn. Ofanleitishamar, þaðan
fekkst um stórt hundrað og var verið IV2 dag að að-
sækja. Nú er Hamarinn eigi aðsóttur.
Álfseyjarjarðir. I þeim leigumála er Alfsey, þaðan og
af Dalfjallinu, er verið var 5—6 daga að aðsækja,
fengust í hlut um 800. Nú er hætt að aðsækja Dalfjall.
Vesturhúsin eiga Örn og Grasleysu, þaðan var 200—
300 í hlut.
Vztikiettur ein jörð; úr honum fengust um 3000 fýlar,
nú helmingi minna. Geirfuglasker eiga 8 jarðir í einu,
og gengur það á allar jarðir í eyjum eftir röð, það
liggur lengst suður til hafs af öllum úteyjunum. Um
50—60 fýlar voru þaðan í hlut. Af framanskráðu má
sjá, að fýlatekjan hefir mikið minnkað í eyjunum og or-
sakast það bæði af því, að fýllinn tekur mikið verr heima
og að miklu verr er aðsótt nú en áður.
Úr Súinaskeri eða Almenningsskerinu var áður skipt
stóru hundraði á völl, 26 staði, af gerðum fugli, 2 göngu-
hlutir gengu á víxl á jarðirnar, eftir boðleið. Því, sem
eftir var, var skipt á milli þurfamanna og þurrabúðar-
manna; þessi siður var gamall, en síðan litlu fyrir
aldamót er skipt 1 gjafahlut. Hvert heimili í eyjum
fekk eitthvað af fugli úr Almenningsskerinu. Þeg-
ar skipt var fýl var talið t. d. 2 og 10, 4 og 10 0. s.
frv., í stað 12 og 14 og 2 og 20, 4 og 20 o. s. frv.
Fýiapeli, -a, kk. Margir höfðu í fýlaferðum með sér