Menntamál - 01.12.1949, Síða 11

Menntamál - 01.12.1949, Síða 11
menntamál 133 þessari umhyggju var ekki lokið, þótt við værum horfin úr umsjá hans. Hann fylgdist ætíð af sama áhuganum með því, hvernig okkur vegnaði. Er mér til efs, að til séu á voru landi mörg dæmi um slíkt föðurhjarta. Hann lagði mikla áherzlu á að ala upp með okkur ríka skyldutilfinningu gagnvart skólanum, vildi gera hann að eins konar ættlandi í hugum okkar. Þótti sumum þar kenna nokkurra öfga, enda er það svo um okkur, sem daufari eig- um tilfinningar, að okkur þykir ýmislegt öfgakennt í fari þeirra, sem geðríkari eru. Um skólaræður Sigurðar, hygg ég, að svo megi að orði kveða með nokkurum sanni, að þær séu talsvert sérstæð- ur þáttur í bókmenntum þjóðarinnar. Ég hef þekkt greinda og góða lesendur úr alþýðustétt — og þeirra eru bókmennt- irnar —, sem biðu hverrar skólaræðu Sigurðar með óþreyju eins og skáldsögu frá hendi eftirlætishöfundar. Og sumir þeirra töldu þær til beztu bókmennta, sem þeir ættu völ. Hins vegar hygg ég, að flestar þeirra, sem ritaðar eru, hafi farið að miklu leyti fyrir ofan garð eða neðan hjá þeim nemendum, sem þær voru fluttar. Þær voru miðaðar við annað þroskastig og aðra lífsreynslu en manna um og inn- an við tvítugsaldur. Og þær voru efnismeiri en svo, að þeirra yrðu full not að hlýða á þær einu sinni. Hann mun hafa ætlað þeim að vera meira en tækifærisræður ein- göngu. Þær voru engu síður innlegg i umræðurnar um vandamál mannfélagsins. í ræðum Sigurðar og ritstörfum birtast yfirleitt sömu kostirnir og í kennslunni. Að vísu gætir þar minna gaman- semi hans, léttleika og fyndni. Þær eru alvöruþrungnar, í þeim er þung undiralda. En þeim efnum, sem tekin eru til meðferðar, eru gerð rækileg skil. Þau eru skoðuð í krók og kring og þeim velt og bylt á allar hliðar og það svo, að erfitt er að hugsa sér, að það verði öllu betur gert. Hins ber auð- vitað að minnast, að hugsunin er ekki almáttug við lausn viðfangsefna. Rannsóknin hlýtur og að eiga þar mikið

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.