Menntamál - 01.12.1949, Page 18

Menntamál - 01.12.1949, Page 18
140 MENNTAMÁL tómstundirnar, og verða þær tæpast kipptar upp með rót- um. Þessar tómstundavenjur, eða framtaksleysi um að færa sér tómstundirnar í nvt, eru oft snarasti þátturinn í múgmennskunni: tugþúsundir óvirkra íþróttadýrkenda, sem fylla áhorfendapalla leikvanganna viku eftir viku, sísóknarar kvikmynda- og kaffihúsanna, þessir eilífu augnakarlar á götuhornum, járnbrautarstöðvum og bryggjum og ekki sízt þau hundruð þúsunda, sem dreyma sig burt frá lífinu við lestur hinna litprentuðu vikublaða. Það tjóar lítt að þruma yfir hausamótunum á þessu óvirka fólki. Því verður sjálfu að skiljast tómleikinn í þessum lifnaðarháttum, ef áhugi þess á að vakna á fjöl- breyttara og verðmætara lífi. En ef eitthvað á að gera að gagni í þessum efnum, verður hér sem annars staðar að byrja á æskulýðnum, börnunum. Ef gerlegt reynist að temja þeim góðar tómstundavenjur og vekja hjá þeim áhuga á heilbrigðu dundi (hobby), mun það reynast stór- um auðveldara að halda þessum áhuga við á fullorðinsár- unum. Að minnsta kosti mun sá æskulýður, sem orðið hefur áhugasamur um góð tómstundastörf vart gera sér að góðu að eyða tíma sínum við ómerkilega iðju til lang- frama. f Noregi, sem á öðrum Norðurlöndum, höfum við orðið vitni að ánægjulegum árangri af frjálsu framtaki kennaranna um áratugaskeið um að aðstoða börnin við að hagnýta sér tómstundir sínar. Má þar til nefna barnakóra, leikfimiflokka og skátastörf. Menntaskólar og kennaraskólar í Noregi hafa einnig hin síðari ár reynt að gefa nemendum sínum kost á að færa sér bókasöfn og vinnustofur í nyt síðari hluta dags og á kvöldin. Einkum hafa hin nýju vinnubrögð í kennaraskól- unum, að láta nemendur hafa viðfangsefni, sem þeir vinna að sjálfstætt, orðið til þess, að þeir nota tómstundirnar af lífi og sál til að fást við þau. Það var ekki fyrr en kringum 1930, að stjórn fræðslu- málanna tók að styðja tómstundastörf nemenda t. d, með

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.