Menntamál - 01.12.1949, Side 44
166
MENNTAMÁL
„reyndist sannara, sem höggormurinn segir, að maðurinn
muni vissulega ekki deyja.“
Yfirleitt veit hann það um frásögur ritningarinnar, að í
„ljósi kristilegrar trúar og vísindalegrar þekkingar eru
þær næsta barnslegar“ (bls. 22). Um Jesús segir í nefndri
bók: „I biblíunni er hvergi sagt, að sonurinn sé jafn föð-
urnum“(bls. 23), og „friðþægingarlærdómurinn á rót sína
í heiðinglegum og gyðinglegum fórnarhugmyndum, sem
Jesús og spámennirnir börðust á móti“ (bls. 68). Það er
auðskilið, að þegar búið er að fara þannig með Biblíuna og
lútherska kenningu, er aðeins örstutt skref eftir til þess að
nema burt þann mun, sem er á kristindómi og öðrum trú-
arbrögðum og að blanda svo öllu saman eftir eigin geð-
þótta.
I bókinni Kver og kirkja eru mörg greinileg dæmi þessa,
þó ég láti nægja að nefna eitt þeirra.
Um Múhameð segir þar:
„Það er hörmulegt að vita, að einn hinna mestu spá-
manna Guðs skuli enn vera í íslenzkum barnalærdómi
nefndur falsspámaður. Boðskapur hans hefur verið ljós
á vegum fimmta hluta mannkyns í yfir tólf hundruð ár.
Milljónir Múhameðstrúarmanna eru Guðs börn eins og
vér“ (bls. 37). Ég vil að endingu tilfæra nokkur orð úr
kaflanum um vakningar, en höfundur fagnar því mjög, að
þær skuli ekki hafa náð til íslands. Hann segir: „Yfir ís-
lenzku trúarlífi og guðrækni guðspjallanna hvílir hin ró-
lega tign heilbrigðrar skynsemi, óspilltra tilfinninga og
réttlátrar breytni“ (bls. 96). Sjáið þið til! Það er vanda-
laust að komast af án þess Krists, sem Biblían boðar, fyrir
þann, sem getur gengið fram fyrir Guð í þessum skraut-
klæðum: heilbrigð skynsemi, óspilltar tilfinningar og rétt-
lát breytni. Heilbrigðir þurfa ekki læknis við. Einhver
kann nú að segja, að það sé ekki rétt að taka svona gamla
bók að vitni í þesssu máli, og skal ég viðurkenna, að það
er nokkuð til í því.