Menntamál - 01.12.1949, Side 50

Menntamál - 01.12.1949, Side 50
172 MENNTAMÁL inn er, sem kennsluna annast. Þetta hafa menn skilið að einhverju leyti, og þess vegna hafa oft verið gerðar hávær- ar kröfur um, að kommúnistar væru ekki látnir kenna kristinfræði. Slíkar kröfur eru auðvitað algjörlega út í bláinn, því vantrúin fer ekki eftir neinum pólitískum lín- um og þess vegna jafn hættuleg hvaðan, sem hún kemur og þó hættulegust, þegar hún er borin fram undir yfirskini kristilegrar vandlætingasemi. En æskilegast væri, að áhuga mönnum einum væri falin kennsla í þessari undirstöðu námsgrein kristilegrar trúar og siðgæðis, því að þeim er bezt treystandi til að leyfa börnunum að koma til Jesú, en banna þeim það ekki. Ég vil að endingu bera fram þá ósk, að okkur kennurum og öðrum uppalendum mætti takast að lifa í bæn Hallgr. Péturssonar: „Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði, um landið hér til heiðurs þér helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda.“ Eilítil athugasemd. Greinarhöf., Steingrlmur Benediktsson, segir m. a.: ,,í okkar fræðslu- liiggjöf eru yfirleitt engin ákvæði, sem kveði á um uppeldislegt tak- mark fræðslunnar." Fyrsta grein laga um fræðslu barna hljóðar svo: „Barnaskölar skulu leitast við að haga stiirfum í sem fyllstu sam- ræmi við eðli og þarfir nentenda sinna, hjálpa þeim að öðlast heil- brigð lífsviðhorf og liollar lífsvenjur, vera á verði um líkamshreysti jieirra og veita tilsiign í lögskiptiðum námsgreinum, hverjum eftir sínum þroska." 2. gr. laga um gagnfræðanám fjallar einnig um sama efni.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.