Menntamál - 01.12.1949, Page 52
174
MENNTAMÁL
skóla um land allt hefur því notað heimild laganna og gert
skógræktina að skyldunámsgrein. Heil fylki hafa líka sam-
eina/.t um að koma þeirri skyldu á, og er Tromsfylki, þar
sem ég dvaldist lengst, eitt af þeim. í framkvæmd verður
þetta þannig, að hver skóli hefur tvo skógræktardaga á
vori hverju með öllum heilbrigðum börnum á aldrinum
10—14 ára. Þykir hæfilegt að áætla hverju barni að gróð-
ursetja 50 plöntur á dag eða 100 báða dagana. Að lokinni
gróðursetningu vor hvert, eru hverju barni gefnar 5—10
plöntur, sem þau gróðursetja heima, og stuðlar það að
auknum áhuga þeirra. — I flestum tilfellum eiga hrepp-
arnir landið, sem plantað er í, og láta þeir girða það, ef
girða þarf, og fá þeir efnið að mestu ókeypis. En það er
heldur ekki óalgengt, að skólarnir planti í reiti, sem ein-
stakir landeigendur eiga. í nokkrum tilfellum eiga svo
skólarnir sjálfir reiti, sem hrepparnir hafa ánafnað þeim,
eða einhverjir áhugamenn. Plönturnar kosta 4—5 aurá
eftir gæðum, eða kr. 40—50 þúsundið. Útkoman verður
oftast sú, að landeigandi fær plönturnar ókeypis, því að
vinna barnanna er látin koma á móti verði plantnanna.
Vafalaust mun nú einhver spyrja: Hvernig gefst þessi
skipan? Hafa nemendurnir áhuga á þessum störfum og
bera þau yfirleitt einhvern árangur, sem orð er á gerandi ?
— Mér þykir fara bezt á, að Reidar Baten, fylkisskógar-
meistari, svari þessum spurningum, þar sem ég ræddi mál-
ið ýtarlega við hann. Tjáði hann mér, að skólabörn hefðu
mikinn áhuga á þessu starfi og hefðu þegar unnið merki-
legt þjóðnytjastarf á því sviði. Verkið ynnu þau yfirleitt
ekkert verr, undir góðri leiðsögn, en fullorðið fólk. Og
sem dæmi um það sagði hann, að einn af starfsmönnurri
skógræktarinnar hefði nýlega gengið um stóran reit, sem
börn hefðu plantað í í fyrra vor, og aðeins fundið tvær
plöntur dauðar. Það væri því engin ástæða til að vantreysta
börnunum. Þau hefðu hin síðari ár gróðursett margar tug-
milljónir plantna og væri nokkur hluti þess orðinn að ágæt-