Menntamál - 01.12.1949, Side 56

Menntamál - 01.12.1949, Side 56
178 MENNTAMÁL GUÐJÓN JÓNSSON: Nemendasamband Kennaraskóla íslands. Nemendasamband Kennaraskóla Islands var stofnað sunnudaginn 30. okt. s. 1. á fundi, sem haldinn var í Kenn- araskólanum. Samkvæmt lögum sambandsins er tilgangur þess einkum sá, að efla gengi Kennaraskólans og að stuðla að kynningu eldri og yngri nemenda hans. Kennaraskólinn er jafngamall almennri skólaskyldu á íslandi. Frá upphafi hefur hann starfað í sömu húsakynn- um. Á þessum tíma hefur íbúatala landsins hækkað stór- lega, og lengd skólaskyldunnar hefur tvöfaldazt. Af þessu leiðir eðlilega mjög vaxandi fjölda kennaranema, en auk þess hefur nám þeirra verið lengt. Það er því auðsætt, að þröngt mun vera orðið í húsakynnum Kennaraskólans. Þegar þess er enn fremur gætt, hversu kröfur tímans hafa breytzt síðan 1907, má geta nærri, að húsnæði skólans og öll ytri skilyrði eru orðin algerlega óviðunandi. Myndarleg skólahús hafa verið reist um land allt undanfarin ár, frá barnaskólum upp í háskóla. Vissulega er þeirra allra þörf. En þeirra vegna má ekki gleyma Kennaraskólanum, sem er á vissan hátt undirstaða þeirra allra. Hið nýstofnaða Nemendasamband K. í. mun í fyrstu leggja á það megináherzlu, að hraðað verði byggingu nýs kennaraskóla, sem orðið geti verðugt tákn þess menntunar- þorsta, sem löngum hefur fylgt íslenzku þjóðinni. Af fram- sýni og fyrirhyggju ber að vinna, þótt hraða þurfi fram-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.