Menntamál - 01.12.1949, Side 63
MENNTAMÁL
185
aðra stundina að þéra. Verður úr því önnur tegund af rugl-
ingi í máli. — Frá öðru sjónarmiði ræði ég ekki um þér-
ingasiðinn. Ég tel hann valda málspjöllum í íslenzku.
Þá sný ég mér að mannanöfnunum. — Fyrir mörgum
árum skrifaði ég nær hundraði nafna karla og kvenna upp
úr mannanafnaskrá, sem gerð var eftir manntali frá 1910.
Taldi ég þau öll óhæf í íslenzku máli. Hitt vil ég ekki
ábyrgjast, að sá dómur hafi verið nokkur óskeikull páfa-
dómur. — Mörg þessara nafna og fleiri þeim lík munu
eflaust haldast við enn í dag. — En þó að það sé athuga-
vert mál, ætla ég ekki að fjölyrða um það hér.
Allmörg mannanöfn hafa tvenns konar eignarfallsend-
ingar, svo sem s og ar. Nokkuð er það á reiki, hvernig þær
eru notaðar og kennir þar nokkurs ósamræmis. Þannig er
sagt og ritað Guðmundsson og Guðmundsdóttir, Sigurðs-
son, en Sigurðardóttir. Bæði nöfnin fá þó aðallega eignar-
fallsendinguna ar í daglegu tali. — Málvenjan mun hér
verða að ráða rithætti. — Eitt af þessum nöfnum er Björn.
Eingarfallið getur bæði verið Björns og Bjarnar. Algeng-
ara mun þó, að börn Björns skrifi sig Björnsson og Björns-
dóttir. Þó skrifa allmargir Bjarnar í þessu sambandi. Tel
ég það óheppilegt, þó að rétt sé. Færi ég tvær ástæður
fyrir því áliti inínu. — Hin fyrri er sú, að eignarfallsmynd-
in Björns er miklu algengari í almennu máli. Hin síðari er
sú — og hana álít ég Veigameiri — að Björnsnafninu með
endingunni ar er sífellt ruglað saman við nafnið Bjarni
í sama falli. Því veldur óefað hljóðlíkingin Bjarnar —
Bjarna, sem í venjulegum framburði heyrist lítill eða eng-
inn munur á. Ég hefi líka oft séð á prenti nöfn þeirra, sem
skrifa sig Bjarnarson, rangfærð þannig, að skráð er
Bjarnason. Björn og Bjarni eru þó ekki sama nafnið, þó
að mynduð séu af sama stofni, svo sem segir í málfræði
Hjaltalíns.
Þá eru ættarnöfnin. Þau eru ekki ný hér á landi, þó að
þeim fjölgaði mest, þegar ættarnafnafaraldurinn geisaði