Menntamál - 01.12.1949, Side 68

Menntamál - 01.12.1949, Side 68
190 MENNTAMÁL fangelsissvip háskólanna. Mjög víða eru-járnstengur fyrir gluggum, en glerbrot og járngaddar á múrum til varnar því, að stúdentar komist of seint inn að kvöldinu. Önnur ferð skólans var farin til Whipsney, en það er gríðarstór dýragarður, sem hefur þann kost fram yfir marga aðra, að dýrin lifa í miklum mun eðlilegra umhverfi. Vík ég nú aftur að því, er S. B. E. T. hafði upp á að bjóða heima í Stoke House. Til mikillar ánægju öllum viðstöddum voru staddir á meðal okkar hljómlistarmenn góðir, er önnuðust þau at- riði skólans. Gat þar á að hlusta píanóleikara frá Suður- Frakklandi, enskan fiðluleikara og söngkonu, en auk þess kynntu Frakkarnir okkur sameiginlega franskar þjóð- vísur. Þó bar bókmenntakvöldið af að fjölbreytni og smekk- vísi, að mínu viti. Kann ég nú ekki lengur að nefna allt það er lesið var, skýrt og gagnrýnt. Til dæmis vil ég að- eins drepa á: Úr Hamlet Shakespeares, frumsamin kvæði á esperanto, blaðagreinar, bókmenntagagnrýni, þýddir kaflar úr hollenzkum og frönskum bókmenntum, kvæði ís- lenzka bóndans Páls Ólafssonar: Ó blessuð vetru sumarsól, úr ræðum Zamenhofs og fleira mætti telja. Var kvæði Páls það fyrsta, er meðlimir skólans heyrðu af íslenzkum kveðskap og þær skýringar, er með fylgdu, eini lærdómur þeirra í íslenzkri bókmenntasögu. Því mið- ur hafði ég ekki tækifæri til að kynna meira af íslenzkum skáldskap í þetta sinn, þar eð ég hafði ekki fleiri þýðingar meðferðis. í umræðum og erindaflutningi var sú tilhögun höfð, að meðlimum var skipt í smáhópa (5—6 í hverjum) og ræddu þeir málin hver um sig og þar fluttu allir meðlimir erindi sín fyrst. Gat síðan hver hópur mælt með einu eða fleiri erindum til flutnings í „sameinuðu þingi“ og voru þannig valdir úr sjö fyrirlestrar, er beztir þóttu. Þeir voru um

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.