Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 26
20
MENNTAMÁL
yfir nær allan daginn, og var nnnið kappsamlega að mál-
um.
— Hvað virtist þér athyglisverðast af niðurstöðum um-
ræðnanna?
— Þarna voru gerðar athyglisverðar ályktanir og sam-
þykktir, sem lúta að menntun kennara, bókmenntakennslu
í skólum o. fl. Sérstaklega vil eg þó nefna nokkur atriði í
sambandi við nám og skóladvöl yngstu nemendanna. Æski-
legt var talið meðal annars: að beita skólaþroskaprófum,
en nota þau með fullri varúð, að koma á skiptitímum í
dönsku og reikningi í öllum skólum, að veita sérkennslu
þeim nemendum, sem eru á eftir í námi, að alltaf væru
fyrir hendi viðeigandi kennslugögn, að fækka nemendum
í deildum, að auka samvinnu foreldra og kennara. Einnig
var rætt um hagkvæmt skólahúsnæði.
— Þú minntist á skiptitíma. Hvað er það?
— Það eru kennslustundir, gjarna við upphaf eða lok
skóladags, sem aðeins hluti nemendanna í bekknutn sækir
hverju sinni. Þannig gefst kennaranum kostur á að sinna
ltetur hverjum einstaklingi. Kennslutími nemendanna stytt-
ist ekki við þetta, en vinnustundum kennarans fjölgar.
Þetta fyrirkomulag er mjög athyglisvert og hefur hlotið
viðurkenningu ágætra skólamanna á Norðurlöndum.
— Var skólamótið vel sótt?
— Um 1100 manns sóttu mótið og virtist áhugi þátttak-
enda mikill. Setning þess fór mjög hátíðlega fram í háskól-
anum í Árósum að viðstaddri konungsfjölskyldunni.
— Hvað er þér minnisstæðast frá mótinu?
— Álirifamesti dagskrárliðurinn var tvímælalaust danskir
skólasöngvar í 150 ár, sem fluttur var af samkór kennara-
samtakanna, söngkór barna og borgarhl jómsveit Árósa undir
stjórn lektors Karls Clausen með sögulegum skýringum
próf. Sörens Sörensen. Flutningur þessi var með snilldar-
brag og minnisstæður.
Ég vil sérstaklega láta þess getið, að undirbúningur allur