Menntamál - 01.09.1964, Side 71
MENNTAMÁL
65
ingu skólastarfstíma, sem einum lið endurbóta á fræðslutil-
högun. Þeim lið tillögunnar, sem um lengingu fjallar, hef-
ur mest verið lialdið á lofti undanfarið, og á það bent, að
þar komi fram vilji kennarasamtakanna. Hvort svo er, skal
ósagt látið, en vel væri, ef í framtíðinni yrði svo skjótt
brugðið við að láta að vilja samtakanna um ýmislegt, er
jiau telja nemendum í íslenzkum skólum til meira hagræðis
en Jietta.
Það er skoðun Félags gagnfræðaskólakennara í Reykja-
vík, að lenging starfstíma í skólum gagnfræðastigs hér í
borginni sé svo stórt skref, að mikils undirbúnings og
margra breytinga sé þörf, áður en það er stigið. Félagið
telur, að rasað sé um ráð fram, ef' byrjað er á að lengja starfs-
tíma skólanna, og síðan hafizt handa um að athuga, hvernig
bezt megi nýta liinn nýfengna viðauka. Má í jæssu sam-
bandi vitna í orð námsstjóra gagnfræðastigs í Reykjavík,
hr. Magnúsar Gíslasonar, í Alþýðublaðinu 12. apríl 1964,
en bann segir m. a.:
„Það væri að mínum dómi rnjög æskilegt að gera til-
raun þegar í haust með að hefja kennslu í gagnfræðastigs-
skólum í Reykjavík fyrr en verið hefur, t. d. um 20. sept-
ember. En ég muridi vilja leggja áherzlu á, að samtímis
j)ví, að hróflað yrði við hinum hefðbundnu mörkum
námstímans, yrði þess freistað að breyta starfstilhögun í
skólunum.
Fyrst og fremst þurfum við að gera okkur ljóst með
gaumgæfilegri athugun á Jwí, hvort skólarnir miðli Jreirri
fræðslu og þeim persónulega jnoska, sem ungt nútíma-
fólk þarfnast. — Það þarf samtímis að endurskoða náms-
efni barna- og gagnfræða-, menntaskóla- og sérskólastigs
í heild, — meta og vega hverju mætti sleppa, hvað nauð-
synlegt er að taka og hverju þarf að auka við.“
Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík leggur áherzlu
á, að athuganir þær, sem námsstjóri vill láta fram l’ara, hljóti
5