Menntamál - 01.09.1964, Side 70
64
MENNTAMÁL
Breytingar á lengd skólaársins.
Alitsgerð til jrœðslumálastjóra
frá Félagi gagnfrceðaskólakennara í Reykjavík.
Að undanförnu hefur mjög verið rætt um lengingu á
skólaárinu, og er ljós sú stefna forráðamanna barna- og
unglingafræðslunnar í Reykjavík, að breyting þessi komi
til f'ramkvæmda sem fyrst. Er og þegar orðin nokkur leng-
ing á skólaári barnastigs.
Með því að lenging þessi lilýtur að snerta mjög bæði
nemendur og starfslið skólanna, telur Félag gagnfræðaskóla-
kennara í Reykjavík sér skylt að senda fræðslumálastjóra
álit sitt á málinu.
Félagi gagnfræðaskólakennara í Reykjavík er fyllilega
ljóst, að ýmissa umbóta er þörf á fræðslutilhögun gagn-
fræðastigs. Hefur félagið oftsinnis um þau mál fjallað, og
staðið að ályktunum þar að lútandi, sem ekki er þörf að
rekja hér. Aðrir aðilar hafa og lýst skoðunum sínum á því,
hverjar breytingar væru æskilegastar innan skólakerfisins,
og nægir í því sambandi að geta skólamálanefndar Jseirrar,
sem menntamálaráðherra skipaði í júní 1958, en mörg at-
hyglisverð atriði eru í tillögum þeirrar nefndar. Einnig má
benda á samþykktir kennarasamtakanna á ýmsum tímum,
en svo sem fræðsluvfirvöldum mun flestum betur kunnugt,
hafa samkundur kennara ævinlega sent frá sér ályktanir um
það, hvað teljast mætti til bóta í skólakerfinu, ef breytt
yrði.
Tillögur um lengingu árlegs skólatíma hafa mjög sjaldan
verið lagðar fram, ef frá er talin ályktun 13. uppeldismála-
þings S.Í.B. og L.S.F.K. 1963, en þar er stungið upp á leng-