Menntamál - 01.09.1964, Page 88
82
MENNTAMÁL
menntamálaráðuneytinu gerir það að tillögu sinni, að hætt
verði að nota hin sambyggðu húsgögn í skólum, en í stað
þeirra tekin í notkun aðskilin horð og stólar og sé borðið
með láréttri borðplötu.
Síðan 1949 og fram á þennan dag rekur svo hver ráð-
stefnan aðra um skólabyggingarmál og innréttingu skóla-
húsa. Á öllum þessum ráðstefnum eru gerðar samþykktir
um skólabyggingarmál, og undantekningarlaust fjallar ein
samþykktin um hreyfanlegan húsbúnað.
Ótal bækur um nýja skóla hal'a verið gefnar út á síðari
árum — og í jxám flestum er reiknað með hreyfanlegum
húsbúnaði eða aðskildum stól og borði.
Alfred Roth, höfundur bókar, sem hann nefnir „Hið nýja
skólahús" og fjallar aðallega um nýja skóla í Ameríku og
Sviss, segir m. a. um húsbúnað í skólastofum, sem hann
nefnir „Movable furniture": Borð og stólar séu þannig, að
auðvelt sé að samhæfa jmi hvaða kennsluformi sem vera
skal — eða að jxui hæfi frjálsri starfsemi eða hreyfingu nem-
andans. Húsgögnin eiga að vera létt og helzt auðveld til
„stöflunar“. liorti og stóll verða að vera aðskilin. Tveggja
manna borð liafa gefið bezta raun — nemandinn venst Ix't-
ur samstarfi og umgengni við náungann.
Árið 1953 er haldin alþjóðaráðstefna í Basel, Zúrich og
Genf um skólabyggingarmál. Tuttugu þjóðir víðs vegar að
úr heiminum áttu sína fulltrúa á jx'ssari ráðstefnu. Að lok-
inni ráðstefnunni var gelin út samþykkt í 11 liðum um
skólabyggingar og útbúnað skólahúsa. 5. greinin ljallar um
húsbúnað og útbúnað í skólahúsum og hljóðar þannig:
Krefjast skal hreyfanlegs húsbúnaðar. Borð og stóll séu
aðskilin. Æskileg gerð á borðum sé: a) eins manns borð
75xö0 cm, b) tveggja manna borð 150x00 cm, c) fjögurra
mánna borð 100x100 cm. Hin margvíslegu form kennsl-
unnar krefjast allra jjriggja tegunda Jjessara borða samtímis
í kennslustofunni. Borð og stólar verða að hæfa stærð nem-
andans. Sérstaka áherzlu skal leggja á setu og bak stólsins.