Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 56
50
MENNTAMÁL
fræðslu, aðra en þá, sem óhjákvæmileg þótti til fermingar.
En stórbændur, barónar og ýmis stórmenni landsins áttu
stórbýli — og sumir þeirra mörg — og þeir byggðu skóla
á búum sínum, bæði til þess að manna sín eigin börn og
önnur, er ala þurfti upp til ýmiss konar þjónustu á herra-
setrunum, hermennsku o. fl. Þessir skólar, sem oft voru
nefndir „riddaraskólar" (Rytterskoler), voru víða í miklu
áliti, enda víða vel til þeirra vandað, eftir því sem áhugi
og efni forráðamanna leyfðu. Til eru heimildir um það, að
Friðrik IV hafi ákveðið stofnun 240 slíkra skóla um 1720
á konungsjörðum, en minna mun hafa orðið úr framkvæmd-
um en til var stofnað.
Á 17. og 18. öld bárust til Danmerkur áhrif irá Þýzka-
landi, Frakklandi og víðar, er höfðu í för með sér aukinn
áhuga forráðamanna þjóðarinnar á því að bæta alþýðu-
menntun í landinu umfram ]rað, sem ákveðið var í ferm-
ingartilskipunum. Árið 1739 var gefin út konungleg til-
skipun um kennslu í kristnum fræðum, móðurmáli, skril't
og reikningi. Þessi tilskipun var árangur af starfi nefndar,
er konungur hafði skipað nokkrum árum áður til þess að
atliuga og gera tillögur um uppfræðslu barna í Danmörku
í þessum greinum. Þarna voru sett ákvæði um tölu skóla
i landinu, gerð þeirra og laun skólahaldara, námskröfur og
eftirlit með því, að þeim yrði fullnægt. En sökum þess hvað
þessar ráðstafanir mundu hafa haft mikinn kostnað í för
með sér, varð lítið úr byggingarframkvæmdum og fastráðn-
ingu kennara. Hins vegar var komið á farkennslu allvíða,
og eftirlit með heimafræðslu var aukið.
Það virðist auðsætt, að þeir Jón Þorkelsson og Lúðvík
Harboe, sem ferðuðust um á íslandi árin 1741—45 að fyrir-
lagi konungs, muni hafa haft þessi lög til hliðsjónar, þegar
þeir gerðu tillögur um skólahald hér á landi og aukið eftir-
lit með heimafræðslunni.
Þegar kemur fram á síðari hluta 18. aldar, fer að gæta
áhrifa í Danmörku frá hinum merkustu skólamönnum