Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 73
MENNTAMÁL
67
lenzkt skólakerfi beri að miða við íslenzkar aðstæður og frá-
leitt sé, að miða fjölda skóladaga á íslandi við skóladaga í
öðru landi, nema að tekin sé upp að öðru leyti sú fræðslu-
tilhögun, sem í því landi gildir.
Eins og áður var á drepið, telur félagið mörg rök mæla
gegn hinni fyrirhuguðu lengingu skólaársins. Þau helztu
eru þessi:
1. Fram til þessa hefur það verið talið íslenzkum ungling-
um heilsufarsleg nauðsyn að njóta útiveru skamms
sumars eftir skólasetu langan vetur. Slíkt svigrúm til
frjálsra starfa mundi þrengjast, sem lengingu skólaárs
nemur.
2. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að samkvæmt nú-
gildandi kennslutilhögun eiga allir nemendur skyldu-
náms að skila svipuðum afkiistum í aðalgreinum, án
verulegs tillits til mismunandi getu þeirra og þroska.
An þess að hér veiði nánar fjallað um þessa íirru, skal
þess getið, að hún er óefað ein aðalorsök námsleiða
nokkurs hluta nemenda í íslenzkum skólum. Að öðr-
um aðstæðum óbreyttum verður ekki annað ætlað, en
námsleiði þessi mundi aukast við lengingu skólatíma.
‘k Undanfarna áratugi hefur hér verið næg atvinna á
sumrum fyrir alla, sem vinna vilja. Svo er enn, og von-
andi verður ekki breyting á því um langan aldur. Þetta
hefur þýtt, að sumartekjur skólaæskunnar hafa orðið
henni drjúgar í pyngju, enda hefur stór hluti náms-
manna getað unnið fyrir sér með þessum hætti þegar
á unga aldri. Ef þessi aflatími námsmanns er styttur,
minnka að sjálfsögðu möguleikar hans til að vera frjáls
og óháður í námi sínu, og jafnlramt er stuðlað að því,
að lærdómur sé munaður þeii'ra ungmenna, sem eiga
efnaða að.
4. I beinu framhaldi af næsta lið hér á undan skal það
undirstrikað, að sumarvinna íslenzkrar skólaæsku við