Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 133
menntamál
127
Félagsbréf L.S.F.K. í október 1964.
Fylgl. úr hlaði.
A 10. fulltrúaþingi L.S.F.K. s.i. vor var samþykkt að leit-
ast við að auka og eíla samband milli stjórnar L.S.F.K. og
lélaga sambandsins víðs vegar um landið. Til þess að ná
þessu marki var ákveðið að gefa við og við út fréttabréf,
þar sem sagt væri frá þeim málum, sem helzt væru á döfinni
hjá stjórn L.S.F.K. hverju sinni. Nú hefur orðið að sam-
komulagi milli ritstjóra Menntamála og stjórnar L.S.F.K.,
að fréttabréf þessi birtist í Menntamálum, enda er ætlunin,
að þau komi framvegis út eigi sjaldnar en þrisvar á ári.
Stjórn sambandsins væri rnikill fengur í að fá að vita, hvort
félagarnir telja einhvers virði, að þessari starfsemi verði
lialdið áfram. Til þess að auðvelda félagsmönnum að ná
sambandi við forráðamenn L.S.F.K. hefur einnig verið
ákveðið að hala skrifstofu sambandsins að Laufásvegi 25
°pna á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstu-
dögum kl. 16—18, og verður þá starfsmaður sambandsins,
Jónas Eysteinsson, þar til afgreiðslu þeirra mála, sem lélags-
'Uenn vilja koma á lramfæri.
Sími sambandsins er 12259. Utanáskrift: Landssamband
framhaldsskólakennara, Laufásvegi 25, Reykjavík.
Með von um, að þessi viðleitni mælist vel fyrir, sendum
við öllum meðlimum L.S.F.K. kærar kveðjur.
Stjórnin.
FRÉTTIR FRÁ 10. ÞINGI L.S.F.K.
10. þing L.S.F.K. var haldið í Hagaskólanum í Reykjavík
■r,-~7. júní s.l. Formaður sambandsins Friðbjörn Benónísson
setti þingið og bauð gesti og þingfulltrúa velkomna.