Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 107
menntamál
101
berra starfsmanna. Var þá merkum áfanga náð í launabaráttunni,
þótt liafa verði í luiga, að lögin um kjarasamninga starfsmanna ríkis-
ins eru frumsmíð, sem stendur til bóta, og er þess því að vænta, að lag-
færingar nái fram að ganga, ef einarðlega er eftir leitað.
Fulltrúaþing S.Í.B. 1962 gerði svofellda samþykkt í Iauna- og kjara-
niálum kennara:
„Seytjánda fulltrúaþing S.Í.B., haldið dagana 3.-4. júní 1962, fagnar
þeim árangri, sem náðst hefur í kjaramálum kennara, en telur hann
allsendis ófullnægjandi og fjarri því, að kennarar séu launaðir í sam-
nemi við menntun þeirra og ábyrgð í starfi. Þingið felur stjórn S.Í.B.
að undirbúa svo líjótt sem verða má kaup- og kjarakröfur barna-
kennara vegna væntanlegra kjarasamninga ríkisstarfsmanna síðari
hluta þessa árs og telur, að stjórn S.Í.B. beri að leggja sérstaka áherzlu
á eftirfarandi:
1. Byrjunarlaun kennara verði lífvænleg.
2. Aldurshækkanir cftir 10, 15 og 20 ára starf.
3. Að aukin menntun og sérhæfni í starfi leiði til hærri launa.
4. Að starf islenzkra barnakennara sé metið jafnt og sambærileg
störf innanlands, sent krefjast svipaðrar menntunar og ábyrgðar,
og í samræmi við kjör barnakennara á öðrum Norðurlöndum.
5. Kennsluskylda sé lækkuð frá því, sem nú cr.
6. Söng- og tónlistarkennarar skulu hafa minni kcnnsluskyldu en
aðrir kennarar á barnafræðslustigi.
7. Launakjör skólastjóra og kennara heimavistarskóla verði stórbætt.
8. Kennarar fái jafnhá laun án tillits til þess, hvort skóli starfar í
9 eða 8 mánuði.
9. Skólastjórar, jalnt í litlum skóla sem stórum, taki laun fyrir 12
mánaða starf á ári, miðað við, að skóli starfi í 9 mánuði.
10. Siirnu laun og reglur fyrir kennslu við allt skyldustigið.
hað var öllum ljóst, eftir að sýnt var að lögin unt kjarasamninga
opinberra starfsmanna yrðu samþykkt á Alþingi, að víðtækt og vanda-
*>amt starf var fyrir höndum í launa- og kjaramálum stéttarinnar. Stjórn
S.Í.B. skipaði því 9. apríl 1962 7 manna launa- og kjaramálanefnd
sér til aðstoðar og 2 til vara. Nefndina skipuðu: Ársæll Sigurðsson,
sem jafnframt var fulltrúi S.Í.B. í launamálanefnd B.S.R.B., Gunnar
Cfuðmundsson, Kristján Sigtryggsson, Pálmi Jósefsson, Steinar Þor-
finnsson, Svavar Helgason og Teitur Þorleifsson. Varamenn voru Þor-
steinn Sigurðsson og Þráinn Guðmundsson. Voru Jreir jafnan boðaðir
;í fundi nefndarinnar og tóku jiátt í afgreiðslu mála.
Þegar undirbúningur hófst að tillögugerð um skipan kennara í
launaflokka og kröfum í öðrum kjaramálum þeirra, réð stjórnin sér
starfskrafta, eftir þ\í sent tök voru á, til að afla gagna og til annarra