Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 144
138
MENNTAMÁL
við röðun þeirra kennara í launaflokka, sem lokið hafa
framhaldsnámi í sérgrein til viðbótar kennaraprófi frá
K.í.
6. Aukastörf vegna kennslu eða skólastarfs verði greidd
sérstaklega eða kennsluskylda þeirra kennara minnkuð,
sem þar eiga hlut að máli.
7. Tekið verði fullt tillit til kennara við héraðsskóla, hús-
mæðraskóla og alla aðra framhaldsskóla með heirna-
vist.
Kröfur um ákveðna launaflokka eru í tillögum þessum
miðaðar við núgildandi launastiga. Verði breytingar á hon-
mn við næstu kjarasamninga, ættu kröfur L.S.F.K. að breyt-
ast til samræmis við þær.
Tillögur frá félagsmálanefnd 10. þings L.S.F.K.,
samþykktar 7. júni 1964.
1. I'ingið samþykkir, að stolnuð verði laúnanefnd L.S.F.K. og starli
hún sem ráðgefandi aðili með stjórn sambandsins, er hún undir-
býr tillögur og kröfugerð varðandi sérmál einstakra starfshópa,
svo og að kynna meðlimum sambandsins endanlegar tillögur. l>á
er henni ætlað að fylgjast með afgreiðslu mála, eftir j>ví sem við
verður komið.
Eftirtaldir aðilar skulu eiga fulltrúa í launanefnd: Unglingaskól-
ar, miðskólar, héraðsskólar, gagnfræðaskólar í Reykjavík, gagn-
lræðaskólar utan Rcykjavíkur, húsmæðraskólar, bændaskólar, iðn-
skólar, Sjómannaskólinn, Vélskólinn, Verzlunarskólinn, Tónlistar-
skólinn og Kennaraskólinn. Auk þess verði sérstakir fulltrúar
fyrir: skólastjóra, matreiðslukennara, handavinnukennara stúlkna
og pilta, íþróttakennara, myndlistarkennara og söngkennara. Hver
frantangreindra aðila kýs einn fulltrúa í nefndina, en verði |)ví
ekki við komið, skipar stjórn L.S.F.K. fulltrúa, j>ar sem ekki hefur
tekizt að ná aðilum saman til kosninga. Einnig er stjórn sam-
bandsins lieimilt að taka fulltrúa fleiri sérhópa inn í nefndina.
2. Til jtess að ná sambandi við félagsmenn úti á landi telur þingið
að senda Jnirfi í alla skóla fréttir, Jtar sem rakinn er gangur
þeirra máia, sem á döfinni eru hverju sinni, og orðsendingar
birtar. Lögð verði áherzla á stofnun kennarafélaga við þá skóla,
þar sem þau eru ekki starfandi.