Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 102
96
MENNTAMÁL
kvæða um kjörbrcf. Kosning þingforseta fer fram þegar að lokinni
samþykkt kjörbréfa. Tekur hann þá þegar við störfum og lætur fara
frant kosningu 1. og 2. varaforseta, tveggja ritara, tveggja vararitara
og nefndanefndar.
II. VerksviÖ forseta og umrœður.
.3. gr. Forseti stjórnar fundum og gefur mönnum færi á að taka
til máls í þeirri röð, er þeir beiðast þess. I>ó getur hann vikið frá
þeirri reglu um framsögumenn, svo og til þess að ræður með og móti
málefni skiptist á. Einnig má hann leyfa stutta leiðréttingu eða athuga-
semd.
4. gr. Ræður skal flytja úr ræðustóli. Skal ræðumaður jafnan víkja
ræðu sinni til forseta eða fundarins. Vilji forseti taka jiátt í umræðum,
skal hann láta varaforseta taka við fundarstjórn á meðan. Forseti sker
úr ágreiningi, sent rísa kann um þingsköp.
5. gr. Ekki ntega aðrir en framsögumenn meiri og minni hluta
nefnda taka oftar en tvisvar til máls við sömu umræðu. Heimiit er
forseta að takmarka ræðutíma með samþykki jiingfundar.
6. gr. Forseti gætir göðrar reglu á fundum. Haldi ræðumaður sér
ekki við umræðuefnið eða viðhafi ótiliilýðileg orð, varðar jrað áminn-
ingu forseta, sem jjá liefur vald til að taka orðið af ræðumanni.
7. gr. Leita skal leyfis forseta til að lesa upp prentað mál annað
en tillögur, álit og ályktanir nelnda jjingsins.
III. Tillögur og afgreiðsla þeirra.
8. gr. Tillögur skal gera skriflega og afhenda þær forseta. Þær skal
ijera undir atkvæði í sömu röð og jjær hafa borizt forseta, sbr. Jjó 9.
gr. Komi fram fleiri en ein tillaga í sama máli, skal ]jó bera fyrst upp
j>á tillögu, sent lengst gengur.
9. gr. Breytingartillögu skal bera upp á undan aðaltillögu. Breyt-
ingartillögu, sem kollvarpar eða breytir aðaltilgangi annarrar tillögu,
má ekki taka til greina.
10. gr. Breytingartillögur um að fella úr, bæta í eða auka við tillögu,
skal bera upp þannig, að lesa fyrst upp aðaltillijguna óbreytta, Jjví
næst breytingarnar og loks aðaltilliiguna, eins og hún yrði með breyt-
ingunum.
11. gr. Heimilt er forseta að bera upp tillögu í tveim eða fleiri lið-
um, enda sé J>á liver liður sjálfstæður og svo greinilega orðaður, að
ekki geti valdið misskilningi.
12. gr. Forgangstillögur skal bera upp í jiessari röð:
1. Tillögu tim að ganga þegar til atkvæða, og má ekki leyfa
umræður um slíka tillögu.