Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL
35
ingu málhljóða. En einmitt hæfileikinn til að aðgreina hljóð
«g sundurgreina talmálið er eitt af skilyrðum þess, að barn
geti lært að lesa. Á sama hátt og sjóndöpru barni er ekki
alltaf ljóst, að aðrir sjái betur en það, þannig er það líka
með heyrnargallaða barnið. Sjálft er það sér ekki þess með-
vitandi, að það heyri illa.
En jafnvel þótt engir sérstakir gallar finnist á heyrninni
skortir sum börn, sem eru að hefja skólanám, enn næmi á
ýmis fíngerðari hljómbrigði. Algengt er að þessi börn rugli
saman skyldum hljóðum, svo sem /, og d, k og g, p og b eða
v og/, enda er munurinn á þessum hljóðum aðeins fólginn
í áblæstrinum eða mismunandi röddun. Minniháttar heyrn-
argallar geta því valdið lestrarörðugleikum, sé þess ekki
gætt að þjálfa hljóðheyrnina nægilega í byrjunarkennslunni.
bá geta talgallar ýmis konar og sjúkdómar í talfærunum
hamlað eðlilegri lestrargetu. Barn með vanþroskaðar tal-
hreyfingar hefur t. d. ekki nægilega stjórn á vöðvakerfi tal-
færanna og framburður verður af þeim sökum óskýr og
þvoglulegur. Skyld hljóð ber barnið fram á sama hátt, af
því að það skynjar ekki réttu talstöðuna.
Æfingar í sundurgreiningu liljóða og ýmsar hljóðateng-
ingar, sem tilheyra byrjunarkennslunni, og börnum með
venjulegan talþroska er leikur einn, veldur börnum með
áðurnefnda talgalla miklum örðugleikum. Þau þurfa því
mun meiri þjálfun á þessu sviði en gengur og gerist, ef þau
eiga að komast hjá lestrarörðugleikum.
Að lokum skal minnt á það, að ýmsir almennir sjúkdóm-
ar geta torveldað lestrarnámið og seinkað j)ví, eins og raun-
ar öllu öðru námi.
Uppeld is m is t ö k.
Þetta var um orsakir lestrarörðugleika, sem rekja má til
barnsins sjálfs. Þá er komið að þeim orsökum, sem uppruna
smn eiga í umhverfi barnsins. Tökum |)á l’yrst nánasta um-
hverfi j)ess, heimilið.