Æskan - 01.11.1975, Side 15
— Ég geri það strax! Þakka þér fyrir og gleði-
leg jól! sagði jólasveinninn og fór brosandi burt.
Þið getið e. t. v. líka notfært ykkur þetta ráð,
og sagt frá því ef einhver er í vandræðum með
jólagjöf handa ungum vini hér á landi eða ann-
ars staðar. Jafnvel ef þið eigið frændur eða
frænkur í Kanada, sem skilja eitthvað í íslensku,
getið þið hjálpað þeim til að viðhalda gamla
móðurmálinu með því að senda þeim ÆSKUNA.
Þar var haldið upp á 100 ára afmæli landnáms
íslendinga á þessu ári, og fóru margir héðan til
að hitta afkomendur gömlu landnemanna. Var
alls staðar vel tekið á móti frændunum frá ís-
landi. Það væri því kærkomin kveðja að senda
ÆSKUNA, því hún er heimilisblað fyrir alla fjöl-
skylduna.
Ég þakka ykkur árið, sem er að líða og vona
að nýja árið verði gott og heillaríkt.
GLEÐILEG JÓL
Ingibjörg.
Ég mætti þessum áhyggjufulla jólasveini um
daginn.
— Hvað er að sjá þig! Hvers vegna ertu ekki
brosandi eins og allir hinir jólasveinarnir? spurði
ég.
— Brosandi! Það er nú ekki gott að ferðast
um brosandi og eiga eftir að fá gjafir handa ótal
börnum, og jólin bráðum komin! svaraði jóla-
sveinninn. — Og vita ekki einu sinni hvað ég á
að gefa þeim. Slíkt hefur aldrei komið fyrir mig
áður! bætti hann við.
— Nú, ef það er ekki annað en þetta, sem am-
ar að þér, þá get ég hjálpað þér, sagði ég.
— Heldurðu það! kallaði hann. — En það er
svo erfitt, vegna þess hvað börnrn eiga margt
nú á dögum. Þau eiga bókstaflega allt!
— Nei, nei ekki allt! Og ég veit um nokkuð,
sem mundi gleðja þau, sagði ég.
— Nú, blessuð segðu mér þá strax hvað ég
á að gefa þeim!
— Þú getur áreiðanlega gefið mörgum þeirra
ÆSKUNA í jólgjöf. Gerðu þau sjálf að áskrif-
endum. Ég veit, að þau verða ánægð með slíka
jólagjöf.
Nú hvarf áhyggjusvipurinn af jólasveininum.
Hann brosti og sagði: — Þetta var gott ráð. En
hvernig fer ég að því?
— Þú snýrð þér bara til afgreiðslu ÆSKUNN-
AR að Laugavegi 56, Reykjavík.
TALŒTONAR