Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1975, Page 17

Æskan - 01.11.1975, Page 17
Ég sagði við mömmu: — Ætli, það sé ekki Jesús að koma. Hann kemur of snemma. Mamma sagði: — Það er bara óveðrið. Svo fórum við inn í baðstofu. Þar var nú tekið til að þvo mér, og svo var ég færður í nýja flík. Ég kunni miklu betur við gömlu fötin mín. Þau þótti mér vænna um. En vegna jólagestsins, sem ég átti von á sýndi ég engan mótþróa. Svo fóru piltarnir að koma heim úr fjárhúsunum allir fannbarðir. Þeir stöppuðu af sér snjóinn, og svo fóru þeir að búa sig. Loks var allt tilbúið. BLESSUÐ JÓLIN KOMA Nú leit pabbi á klukkuna sína og sagði: — Þá eru nú blessuð jólin að koma: Mamma sagði eitthvað á þessa leið: — Komi þau í Jesú nafni. Allt í einu fannst mér eins og eitthvað kæmi inn göngin, inn í baðstofuna, og fyllti hana af einhverju, sem ég fann, en gat ekki gjört mér grein fyrir. Ég fann að það voru jólin, og þá varð allt svo nota- legt. Mamma tók grútarlampann, kveikti á tveimur kert- um, og undursamleg birta breiddist út yrfir alla bað- stofuna. Svo fór mamma fram í búr og vinnustúlkan með henni. Nú var farið að bera jólamatinn inn. En þau ósköp, sem fólkið átti að borða. Það var hangikjöt og sneið af magál og sperðill og bringukollur og gríðar þykk pottkökusneið, þykk smjörskífa, og efst var hlaði af laufakökum. Þetta var- allt of mikið að borða í einu, svo að fólkið raðaði leifunum niður í smá kistla og hafði sér það í aukabita fram yfir nýár. Menn borðuðu nú nægju sína og voru glaðir. Með hverjum diski var tólgarkerti. Var kveikt á þeim öll- um og þau sett upp á rúmstólpana milli rúmanna. Af þessu varð svo mikil og hátíðleg birta í baðstof- unni, að það var sannkölluð jólabirta. Ég man, að ég sat og horfði hugfanginn inn í Ijósið af kertinu mínu og var svo sæll. Annars var engin kátína á ferðum. Allt var stillt og hljótt. Ekki var spilað á spil á jólanóttina. ÓVÆNTUR VIÐBURÐUR Þegar verið var að enda við að borða, bar nokkuð óvænt við, svo að öllum brá mjög. Það heyrðist allt í einu eins og eitthvað væri að koma upp á þekjuna. Það marraði í öllu og brakaði i sperrunum. Allir þögnuðu og hlustuðu. Svo heyrðist mannsrödd inn um einn gluggann. Það var kallað: — Hér sé Guð. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.