Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1975, Side 20

Æskan - 01.11.1975, Side 20
MuM að var aðfangadagskvöld jóla. Á heimili kenn- * arans í litla þorpinu í dalnum var nýlokið við að kveikja á jólatrénu. Börnin sátu og biðu f eftir- væntingu. Þau Ijómuðu f framan rétt eins og þau væru að keppast við að skína eins og Ijósin á trénu. Á borðinu var skál full af eplum, perum og hnet- um, og á gólfinu kringum jólatréð voru allir jóla- pakkarnir, sem börnin biðu með óþreyju eftir að fá. Þá var skyndilega barið að dyrum, og í gættinni birtist góðlátlegt andlit gamla læknisins. „Góða kvöld- ið,“ sagði hann og bar ört á, „það er líklega enginn hérna, sem myndi vilja fara með lyf upp að Hóla- bergi — það er litla hjáleigan uppi undir heiðinni. Konan þar hefur veikst, og ég var rétt áðan að fá skilaboð frá þeim með honum Andrési gamla „snuðru", hann var að koma niður í þorpið til þess að halda hér jólin, karltetrið. Hann kom við á Hóla- bergi, þau voru að biðja um að fá eitthvað af kirkju- fólkinu, sem yrði við kirkju á morgun, til þess að koma við með lyfin um leið og það færi fram hjá á heimleiðinni. — Hér er glasið, ef sjúklingurinn get- ur fengið þetta í kvöld, þá myndi henni ekki líða eins illa í nótt.“ „Vilt þú fara, Haraldur?" Húsfreyja sneri sér að elsta syninum. Haraldur varð skrítinn f framan, það var eins og það tognaði á honum andlitið. Hann langaði nú ekki mikið til að fara út í náttmyrkrið, og verða af öll- um jólafagnaðinum. Auk þess var löng leið upp að Hólabergi. „Getur ekki annar farið — einhver frá hreppstjóranum?" spurði hann. „Það er best að ég fari sjálfur,“ sagði kennarinn, og reis á fætur. En það vildi ekki kona hans með nokkru móti. Hann var ekki hraustur — var svo fljótur að fá kveif. Hún leit nokkuð hvasst á Harald, sem stóð upp hálfskömmustulegur, en með grátstafinn í kverk- unum, og tók við glasinu. „Jæja, ég verð þá vfst að fara,“ sagði hann, hálf- ólundarlega. Hann fylgdist með lækninum stuttan spöl. „Það er synd, að þú skulir þurfa að missa af jólafagnað- inum, en huggaðu þig við það, að þú gerir góðverk, sem vissulega mun færa þér blessun," sagði Iækn- irinn um leið og hann kvaddi og fór inn til sfn. „Góðverk, — blessun," tautaði Haraldur fyrir munni sér, og labbaði hægt í áttina til heiðarinnar. Nú sátu þau öll heima og hámuðu í sig epli og hnetur og alls konar góðgæti. Þeim leið vel, og það var notalegt f kringum þau, á meðan hann gekk hér aleinn í myrkrinu og missti af svo miklu. Það var bjánalegt af mömmu að þvinga hann til að gera þetta. Það væri alveg mátulegt á hana, ef hann villt- Ist og kæmi aldrei heim aftur. Þá myndi hún iðrast 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.