Æskan - 01.11.1975, Page 24
■
#7
ILjr að var Þorláksmessukvöld. Snjónum hafði
kyngt niður. Hlíðin inn af dalnum var þétt-
vaxin grenitrjám, sem stóðu vörð um litla húsið sem
þar stóð og varð vart greint frá umhverfinu, nema
af Ijósunum sem loguðu í gluggunum og vörpuðu
rauðgullinni birtu út á fönnina. Oti við annan kvist-
gluggann á litla húsinu stóð hann Dengsi og afi
hans.
Drengurinn var háttaður og kominn í náttfötin sín,
afi hvíldi höndina á öxl hans — þeir horfðu út á
snæviþakinn dalinn sem var lýstur af tunglskini og
Þetta barna-jólaævintýri sem hér
birtist er samiS sem spegilmynd jól-
anna, eins og nútímabarnið sér þau,
en ekki sem þjóðleg mynd jólanna af
jólasveinum einum og átta og tekið
hefur sér fastan sess í þjóðlífsmynd
jólanna í gömlum jólasögum og sögn-
um íslensku þjóðarinnar. — Þetta er
glansmynd jólanna fyrir nútímabörn,
sem horfa á allraþjóða myndir jólanna,
jólaævintýri af jólasveinum og meyj-
um, allraþjóða leikföngum — og ann-
arra þjóða siðum — til gleði og gam-
ans samin sem v'ð og breíð jólamynd.
Jóhanna Brynjólfsdóttir.
mamm,
mm
stjörnuljóma. Umhverfið var líkast álfheimum í glitr-
andi hélunni. Grenitré í hlíðinni upp af bænum stóðu
þögul og horfðu upp í dimmbláan himininn þakinn
tindrandi stjörnuskara.
Drengurinn og afi hans gátu vart slitið augun af
þessari þöglu fegurð vetrarins — þar til loks að afi
benti á fjallið í fjarska, sem gnæfði þar stolt og
snæviþakið.
„Þetta tignarlega fjall heitir Snæfell," mælti afi.
„Þegar ég var lítill drengur eins og þú, voru mér
sagðar sögur af jólasveinum sem þar búa,“ og aug-
un í honum afa Ijómuðu þegar hann sagði frá.
Drengurinn starði opnum augum á fjallið ( fjarska
— og hann spurði afa sinn hvort hann hefði nokk-
urn tíma séð jólasveina þar.
„Já, já, þegar ég var drengur, þá sá ég þá,“ ans-
aði afi hans brosandi, „og börnin á bæjunum hérna
í dalnum sáu þá líka,“ bætti hann við. „En nú er
kominn svefntími fyrir þig, drengur minn, og farðu
nú að koma þér í bólið. Ég ætla að lesa fyrir þig
dálítið áður en þú ferð að sofa.“
Og afi dró stóra bók með jólasögum ofan af hillu
og tók að lesa fyrir drenginn.
Afi las hægt og rólega og hugur drengsins sveim-
aði víða, þrunginn jólagleði og tilhlökkun — því á
morgun var aðfangadagur jóla.
Afi gaut augunum af og til undan gleraugunum á
drenginn, sem smáleið brosandi inn í draumheima
sína. Þá strauk hann létt um rjóða, heita vanga
drengsins og hagræddi sænginni yfir hann, slökkti
Ijósið, læddist út úr stofunni og lokaði hurðinni
hljóðlega á eftir sér.
Inn um gluggann á litla kvistherberginu skein tungl-
ið og lýsti fölri birtu á sofandi drenginn, sem dreymdi
svo undurmargt um jólin og alla gleðina sem þeim
fylgdi. Honum fannst hann vera á gangi með afa
sínum úti eftir snæviþaktri auðninni, afi leiddi hann
— þeir voru á leið til Snæfellsins, sem gnæfði Ijóm-
andi í fjarskanum. Afi var f þykka frakkanum sínum
með skinnhúfuna, sem hann hafði ævinlega þegar
kaldast var í veðri. Honum fannst hann sjálfur vera
í þykku úlpunni með hlýju prjónahúfuna sína á höfð-
inu og stóra trefilinn sem hún mamma hans hnýtti
alltaf um hálsinn á honum, þegar kaldast var — á
22