Æskan - 01.11.1975, Qupperneq 47
Gáfnapróf
í september- og októberblaði Æskunnar voru
15 aðvaranir birtar ásamt myndum um varúð á
vegum. Þeir góðu menn sem sömdu textana
og teiknuðu myndirnar gerðu nokkur mistök,
sem eru ekki rétt í umferðinni í dag. — Nú
verður gaman að sjá hve mörg af ykkur finna
villurnar. Sendið svör ykkkar fyrir 1. febrúar
1976. — Þrenn verðlaun verða veitt þeim, sem
finna flest mistökin. Ef mörg rétt svör birtast,
verður dregið úr réttum svörum.
HVAÐ MARGAR VORU VILLURNAR?
ur sér mjög annt um öryggi leikar-
anna. Öryggisreglur og reglugerðir
hafa verið settar í öilum loftfim-
leikaflokkum og öryggisbúnaður er
notaður á meðan á æfingum stend-
ur og á sviðinu.
Áður fyrr var atriðið „að hoppa
í gegnum gjörð“, oft stórhættulegt,
leikið af hálfklæðlausum loftfim-
leikamönnum sem hoppuðu í gegn-
um hringi úr eldi eða hnífum til
þess að auka aðsókn. Nú svífa loft-
fimleikamennirnir í hvítum loftleik-
fimisbúningum í gegnum pmgjarð-
irnar, sem eru ekki mikið stærri um
sig heldur en líkamir þeirra, hver
á eftir öðrum, fagurlega og í ýms-
um stellingum.
„Handstaðan á píramída úr stól-
um“ er eitt þeirra atriða sem hafa
verið betrumbætt. Áður fyrr var
þetta atriði miklu einfaldara með
aðeins einum loftfimleikamanni sem
stóð á höndum efst á fimm litlum
borðum sem staflað var hverju of-
an á annað. Nú hafa stólar komið
í stað borðanna og einn eða fleiri
loftfimleikamenn framkvæma atrið-
ið. Hreyfingarnar eru erfiðari og
fegurri en áður.
„Ljónadansinn" er hefðbundið
sýningaratriði. [ þúsundir ára hefur
verið litið á Ijónið sem tákn hug-
rekkis og vináttu í Kfna. Atriðið
hefur verið endurbætt nú á síðustu
árum og dýrið hefur verið gert líf-
legra og viðkunnanlegra. Ljónið,
sem tveir ioftfimleikamenn leika, er
fullt af leikaraskap og sýnir .hug-
Ljónadansirm.
Æfingar á kubbum.
rekki sitt og leikni með því að
hoppa upp á stengur og halda
jafnvægi á feiknastórum bolta sem
rúllar fram og aftur á planka sem
vegur salt.
„Að láta hof úr skálum halda
jafnvægi" er atriði með þjóðlegu
kfnversku yfirbragði. Fyrir frelsun
voru það aðeins karlmenn sem léku
það, en þeir létu nokkrar skálar
halda jafnvægi og gerðu nokkrar
einfaldar hreyfingar á jörðu niðri.
Nú hafa hinir mörgu loftfimleika-
flokkar í Kína þróað, hver með sín-
um stíl og af mismunandi leikni,
ýmsar aðferðir við að láta þær
halda jafnvægi.
Lýsing, sviðsetning og tónlist
hefur verið bætt og við það hafa
loftfimleikar orðið fjölbreytileg
listgrein sem sýnir lifskraft og hug-
rekki hins vinnandi fólks svo og
bjartsýni þess við að sigrast á erfið-
ieikum.
Kínverskir loftfimleikar hafa nú,
með gamalreyndum sýningarmönn-
um og ungum mönnum f hraðri
framför, breyst úr gamalli listgrein
og orðið ný og blómstrandi list.
Loftfimleikamenn nýja Kína hafa
á undanförnum rúmlega tuttugu ár-
um heimsótt reglulega verksmiðj-
ur, námur, þorp og herbúðir til að
leika listir sfnar fyrir verkamenn,
sveitafólk og hermenn. Þeir hafa
einnig ferðast um mörg lönd til að
stuðla að vináttu kínversku þjóðar-
innar við þjóðir í ýmsum hlutum
heims.
45