Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Síða 50

Æskan - 01.11.1975, Síða 50
BEININGALEIKUR Leikendur skipta sér og fer einn í hvert horn herbergisins og í aðra staði, sem hentugir þykja. Einn leik- enda er gestur eða beiningamaður, og stendur hann á miðju gólfi í leiksbyrjun. Síðan gengur hann frá einum til annars, og segir við þá sem í hornunum standa: „Lofaðu mér að vera.“ En allir taka honum illa, og segir hver fyrir sig: „Farðu til þess næsta.“ En á meðan gest- urinn er á leiðinni milli hornanna, leitast hornbúar við að hafa horna- skipti, en gesturinn reynir að skjót- ast í eitthvert hornið, sem losnar. Takist honum að smjúga í hom, fer sá sem missti hornið á vergang og er nú beiningamaður næst. KINDAJARMUR Leikendur setjast í hring. Einn nefnir fyrsta staf í orði, sem hann hugsar sér. Annar bætir staf við, þótt vera kunni, að hann hafi allt annað orð í huga. Svona er haldið áfram og reynir hver að forðast að botna orð. En sá, sem kemst ekki hjá því að Ijúka við orð og bæta við síðasta staf, verður að jarma eins og kind. — Leikandi hefur rétt til að spyrja þann, sem nefnir staf næst á undan honum, hvort hann hafi í huga almennilegt orð eða hvort hann sé með orðskrípi. Reynist orð- ið löglegt í alla staði, verður sá sem spurði að sauðkind. En sé um rang- lega myndað orð að ræða, verður sá sem spurður var sauðkind. En sá, sem verður kind, verður að jarma „me-e-e-e" í hvert skipti sem röðin kemur að honum í leiknum og má ekki bæta við staf framar í þeim leik. börn, að hún vissi varla hvað hún átti að taka fyrir hendur og var því alltaf áhyggjufull á svip. Þegar hún kom auga á Móa hrópaði hún. „Nú já, litli óþekktaranginn þinn, svo þú hefur verið að flækjast um með honum hr. Sperrti, og ekki hugsað um að gera það sem þú áttir að leysa af hendi — og hvar er teppið hans Búa, litla bróður þíns?“ „Æ, vertu ekki vond. Það var svo stórt og erfitt að bera það. Ég hef víst týnt því á fluginu." Mói og bræður hans áttu engan föður og urðu að vinna fyrir sér sjálfir. Ási og Tumi unnu því að tilbúningi mjög fallegra töfrateppa, en Búi, sem var miklu yngri, var sendur út til þess að selja þau. Og þar sem hann var frá Álfalandi, gat hann flogið eins og aðrir íbúar þess. En í síðustu ferðinni hafði hugur hans beinst frá fluginu og hann hafði misst töfraábreiðuna, og af tilviljun féll hún niður á Jörðina, þar sem mennirnir búa og lenti f einum garði þeirra. Trausti litli horfði vonaraugum á gömlu konuna. „Viltu fyrirgefa Móa,“ sagði hann. „Ég held að ég geti fundið teppið ykkar.“ „Ha!“ sagði gamla konan. „Þú getur það. Og hvar heldur þú að það sé?“ Þá sagði Trausti henni frá nýja teppinu, sem mamma hans hafði keypt handa honum, hvernig það hefði fundist í garðinum og hlyti því að vera ábreiðan, sem Mói hafði misst. Og þó að honum þætti teppið mjög fallegt, mundi hann fúslega fá mömmu sfna tii að skiia því aftur þegar f stað. Áhyggjusvipur gömlu konunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu og hún rétti hendur sínar til Trausta. „Vinur minn,“ sagði hún, „þú ert sannarlega góður drengur og við hér í Álfalandi erum hreykin af því að einn fbúa hinnar miklu Jarðar finnst vinna okkar þess virði að hafa hana í húsum sínum. Þigg þú því ábreiðuna og þegar þú notar hana, þá munt þú hugsa vel til okkar. í allar sínar ábreiður saumuðu álfarnir ævintýri sem flytja þá, er undir þeim sofa til fegurstu draumalanda." Að svo mæltu kyssti hún Trausta litla. Mói var ánægður yfir hve vel hann hafði sloppið úr þessari klípu og var að þakka Trausta fyrir, er hann minntist þess, að nú var kom- inn tími til þess fyrir vin hans að halda heim. Hann blístraði þrisvar og hr. Sperrtur kom þegar í stað. Þeir flugu hratt heimleiðis og innan stundar lenti hr. Sperrtur á glugganum heima hjá Trausta. „Ó, þetta var gott,“ sagði hr. Sperrtur. „Áttu við ferðalagið?“ spurði Trausti. „Nei,“ sagði Sperrtur. „Ég átti við sósuna og baunirnar, sem ég keypti fyrir hnetuna. En ég lofaði að flytja þig heim endurgjaldslaust, svo ég fæ bara brauð og sultu í kvöld. En það var gaman að kynn- ast þér, vinur sæll!“ Hann deplaði augunum og blakaði vængjunum til Trausta, sem fann nú að hann var að fá aftur sína eðlilegu stærð. Síðan veifuðu Sperrtur og Mói til Trausta og lofuðu að heimsækja hann einhvern tíma síðar. Hann var að hugsa um ævintýrið, er hann heyrði að sagt var: „Á fætur. Syfjukollur,“ og móðir hans stóð við rúmið og togaði í eyra hans. Hann sagði henni söguna um töfrateppið. Henni þótti það skemmtilegt og sagði: „En hvað þetta var dásamlegur draumur, vin- ur“ — en Trausti litli var alveg fullviss um að þetta hafði ekki verið draumur, heldur veruleikinn sjálfur. 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.