Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1975, Side 56

Æskan - 01.11.1975, Side 56
EDITH UNNERSTAD Kastrúlluferðin SIGURLAUG RÓSINKRANS ÞÝDDI. „Ekki mig,“ sagði Mirra, „því ég ét alltof mikið. Fröken Eternella er alltaf vön að horfa mikið á mig þegar ég fæ mér aftur af jólagrísnum." „O, þú bullar," sagði mamma. „En Rósalinda þá?“ sagði mamma. „Hann getur ekki fengið af sér að senda hana heim aftur." „En ég vil ekki flytja til Öl frænda, til Enoks frænda, meina ég,“ sagði Rósalinda. „Jú, ef ég mætti búa í hesthúsinu hjá Laban og Lottu.“ „Ja, þú með þína hesta,“ sagði mamma, „þegar þú getur fengið alveg ein stórt og fínt herbergi. Er það ekki eins og ævintýri?“ Jú, víst. En að sitja með Öl frænda heilu kvöldin og líma upp frímerki?" muldraði Rósalinda. „Og spila Rautt og grænt, og vera svo kyrr og hljóð að bæði fætur og tunga sofna.“ Pabbi sagði að við skyldum nú ekki ganga frá Jaess- um áætlunum alveg strax. Við værum ekki einu sinni farin að nefna þetta við Enok frænda. „Nei, ég held við ættum að vara okkur á því. Það er best að þú látir ofan ; litla tösku og farir þegar í kvöld, Rósalinda. Þú verður bara að segja eins og er að við komust blátt áfram ekki fyrir hér, og við getum þó ekki legið á tröppunum. Mér finnst ekkert vit í því að við öll þrengjum okkur saman í tvö Iftil herbergi, meðan Enok frændi býr einn í átta stórum herbergjum. Við erum nú líka einu ættingjar hans. Eftir því sem mér skilst eigum við líka að erfa hann einhvern tíma ef við verðum þá ekki dáin áður vegna þrengslanna. Ætti hann þá ekki að geta látið okkur fá eitthvert pláss í bili! Rósalinda, hugsaðu um hvað þú gerir okkur öllum mikinn greiða með því að búa hjá honum.“ „Ég kem til með að þurfa að éta mannagrjónsgraut á hverjum degi,“ sagði veslings Rósalinda. „Þú skilur þó, að þú getur komið heim til þess að borða, elsku barn. Það er ekki mat sem okkur vant- ar, heldur bara svefnpláss. Þú átt bara að sofa þar, þú verður svo heima eins mikið og þú vilt.“ En þá tók pabbi símann og hringdi til Enoks frænda og sagði honum frá öllu saman. Þá sagði Öl frændi að ekki gæti hann gert að því, þótt fólk á þessum húsnæðisvandræðatímum æli fleiri börn en húsnæði væri fyrir. Að lokum sagðist hann skyldi spyrja Brenninetluna sína, eins og hann kallaði fröken Eternellu. En það vildi hann segja strax að það yrði aðeins það þægasta okkar, sem til greina kæmi. Pabbi var mjög hissa á svipinn, þegar hann hvíslaði þessu að okkur á meðan Öl frændi spurði fröken Eternellu. Mamma sagði að þá yrðum við líklega að varpa hlutkesti um þetta, því við værum öll álíka góð eða álíkp óþæg. En það væri svo sem óþarfi að vera með einhverja ráðagerðir, því fröken Eternella myndi vafalaust segja nei, það sagðist hún finna á sér. Dessí byrjaði samt að klippa pappírsmiða til þess að nota í happdrættisseðla. Þá kom Öl frændi aftur í símann og sagði að Eternella hefði fyrst sagt nei, en svo hefði hún hugsað sig um og sagt að ef það yrði einhver önnur en Rósalinda, myndi hún segja upp á stundinni. Og svo varð það Rósalinda. Hún pakkaði dótinu sínu niður í tösku og tók með sér heilan sykurpoka og annan með brauðskorpum handa Laban og Lottu. Okkur fannst það ekki skemmtilegt að missa Rósa- lindu. En þá nóttina fékk Knútti að sofa í hennar skáp og Pysen á matborðinu á hvolfi og O litla í kommóðuskúffunni hans Pysens. Svo þannig gekk það að koma öllum vel fyrir. Svo kom Rósalinda heim til þess að borða endrum og eins, en ekki eins oft og við höfðum gert ráð fyrir. * NYJA framhaldssagon. — Fylgizt með frá upphafi. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.