Æskan - 01.11.1975, Síða 65
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Blóm Freyju
og Maríu
I heiSnum sið voru ýmsar jurtir
helgaðar Freyju. Þetta voru allt
góðjurtir, flestar notaðar til lækn-
inga. Þegar kristin trú vann bug á
heiðninni, hlaut Freyja að lúta í
lægra haldi fyrir Maríu mey. Færðist
þá bæði helgi og nöfn margra
Freyjublómanna yfir til Maríu.
Jurtir voru mikið notaðar til
lækninga fyrr á tímum, enda var
þá óhægt um vik að hlaupa í lyfja-
búð eftir pillu eða meðalaglasi. Ým-
is hindurvitni voru að vísu blönduð
sumum gömlu læknisráðunum. Nú
á tímum eru gamlar lækningajurt-
ir rannsakaðar vísindalega og leit-
að nýrra.
Flestir þekkja gulmöðru, en hún
er hér algeng um land allt og mynd-
ar víða stórar, fagurgular, ilmandi
breiður á grýttum grundum til mik-
illar prýði. Var hún algeng á gömlu
vallargörðunum, og tíndu mörg
börn hana í vendi. Sumir landnáms-
menn kenndu bæi sína við gul-
möðruna, sbr. nöfnin: Möðrudalur,
Möðrufell og Möðruvellir. Hafa
menn haft mætur á gulum ilmandi
breiðunum — ekki þó eingöngu fyr-
ir fegurðar sakir. Fleira kom þar til.
Gulmaðra var helguð Freyju til
forna víða um lönd. Með kristnitök-
unni erfði María mey möðruna, ef
svo má að orði kveða. Var gul-
maðran sums staðar á Norðurlönd-
um kölluð „sængurhálmur Maríu
meyjar". Til eru sams konar ensk
og þýsk nöfn á jurtinni. Gömul sögn
hermir, að María hafi lagt gulmöðru
undir Jesúbarnið í vöggunni, þar
eð maðran var eina jurtin sem asn-
arnir höfðu skilið eftir ósnerta.
Talið er, að hestar og asnar
sneiði hjá möðru, en t.d. kýr éti
hana með góðri lyst. Gulmaðran
var fyrrum notuð sem sængurhálm-
ur á Norðurlöndum og ef til vill
einnig á íslandi. Varði hún tals-
vert fyrir flóm, og þægilegur er iim-
urinn. Te var drukkið af möðrunni,
var það talið heilnæmt og örvaði
svita. Sums staðar var marðan látin
í rúm sængurkvenna og í vöggu
ungbarna til heilla. En gulmaðran
átti tvennt tii. Henni var stundum
stráð á gólf veislusala til þrifnaðar
og ilmbætis. En þá átti að vera hætt
við, að veislan endaði með óróa og
áflogum! Þess vegna var hún sums
staðar í Danmörku og Suður-Sví-
þjóð kölluð þrætu- eða óróajurt.
En líklega hafa veislusvínin átt sök-
ina.
Grikkir og Rómverjar notuðu gul-
möðru til lækninga. Gulmöðruseyði,
blandað víni, átti að draga úr eitri
höggorma og sporðdreka og enn-
fremur að lækna hlustarverk, ef
safinn var látinn drjúpa í eyrun.
Sænski grasafræðingurinn Linné
ráðlagði gulmöðruseyði gegn sina-
teygjum og við sumum húðsjúk-
dómum.
Nú er að mestu hætt að hagnýta
gulmöðruna, en mikil var frægð
hennar fyrr á öldum. Hún var lækn-
ingajurt helguð Freyju og síðar
Maríu. Nokkrir forfeðra vorra
kenndu bæi sína við hana. Margir
kannast við vísuorð Gröndals:
„Tíndi eg blóm á túni gróanda,
möðru mjallhvíta og mjaðjurt..."
Gröndal kvað um krossmöðru, sem
líkist allmjög gulmöðru, nema hvað
blómin eru hvít. Krossmaðra er al-
geng á æskuslóðum Gröndals.
mm
63