Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Síða 67

Æskan - 01.11.1975, Síða 67
1) Hvers vegna lítur þjófurinn allt- af við, þegar lögreglan eltir hann? 2) Hvað er það, sem þú sérð oft, kóngar sjaldan og Guð aldrei? 3) Þrír fuglar sitja á grein. Veiði- maður skýtur tvo þeirra. Hvað eru þá margir eftir á greininni? 4) Hvað er það, sem fyrst gengur á fjórum fótum, svo á tveim og síðast á þrem? 5) Hvers vegna rignir aldrei tvo daga í röð? gera svo vel að setja mjólk í skál fyrir hann?“ „Það er engin mjólk til, vinur minn.“ „Jæja, þá ætla ég að láta vatn í skál handa honurn." „Ég vildi að nóg væri til handa ykkur, börnin mín,“ sagði Jón bóndi. „En nú er ykkur mál að hátta.“ Þeir settu nú vatn í skál handa búálfinum, svo fóru þeir upp á loft og háttuðu þar. Jónsi sofnaði strax, en Gvendur lá vakandi og velti fyrir sér því, hvernig helst mundi vera hægt að fá búálfinn til að kdma aft- ur á heimilið. Nú kom tunglið upp, og við birt- una af því sér Gvendur, hvar guli kisi situr og horfir grænum augum út í gluggann. „"Ég skal víst spyrja þig,“ sagði Gvendur. „Amma hélt að þú vissir hvers vegna búálfurinn fór?“ „Já, já,“ sagði kisi. „Gakktu þrisv- ar rangsælis kringum bæinn. Farðu svo sólarsinnis og segðu alltaf: „Komi hver sem koma vill, veri hver sem vera vill, komi hver sem koma vill, mér og mínum að meina lausu.“ Líttu svo ofan í lækinn, og þá færð þú að sjá búálfinn." Gvendur gerði nú eins og sá guli hafði sagt. En þegar hann leit of- an í vatnið, sá hann ekkert annað en sjálfan sig, eins og í spegli. „Hvað," sagði Gvendur, „ég sé ekkert nema sjálfan mig, ég verð að spyrja þann gula hvernig á þessu geti staðið." GATUR - SVÖR A BLS. 66 - Og það gerði hann. „Ég er enginn búá!fur,“ sagði hann við þann gula. „Öll börn eru búálfar," sagði kisi. „En ekki get ég unnið eins og búálfur," sagði Gvendur. „Því ekki?“ sagði kisi. „Gætir þú ekki sópað gólfið, kveikt upp eld og borið á borð, tekið til í stofunni og sótt við. Taktu nú eftir, Gvend- ur,“ sagði kisi og stóðu nú eld- glæringar úr grænum glyrnunum. „Þessir litlu álfar eða Ijúflingar eða huldufólk býr í klettunum, sumir eru litlir og búa I blómunum, og nokkrir eru búálfar á heimilum. Þeir eru kátir og fjörugir, gera gott þeim sem eru góðir, en geta stundum verið hrekkjóttir, ef illa er farið að þeim. Þeir hafa engar áhyggjur. Séu þeir latir og ódælir eru þeir hverjum manni hvimleiðir og eru þá reglulegir púkar og prakkarar, en annars eru þeir til blessunar á hverjum bæ.“ „En hvað það er gaman," sagði Gvendur. „Já, reglulega gaman,“ sagði kisi. „En hvað segir þú nú,“ og nú sindraði úr augunum, svo að Gvend- ur hélt að hann mundi kveikja f slnu eigin skotti. „En hváð segir þú um púkana og prakkarana, þessa hundlötu anga, sem taka við föt- um og fæði, en nenna ekki að gera ærlegt handarvik, sem skemma og rífa til, [ stað þess að lagfæra, sem auka öðrum vinnu, í stað þess að 6) Hver er munurinn á fullum manni og fullri flösku? 7) Hvenær er hægt að bera vatn í gatasigti? 8) Ég þekki rauða, græna, brúna, svarta, bláa og gula menn, sem allir hafa svartar sálir. Hverjir eru það? 9) Hvað er það, sem fyrirfinnst bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, en hvorki í Dan- mörku né Svíþjóð? 10) Til hvers hafa matreiðslumenn og bakarar hvítar húfur? vinna, sem hlaða smá áhyggjum ofan á þær stóru, þangað til þeir sem vinna fyrir þeim eru örmagna og uppgefnir." „Hættu, hættu," sagði Gvendur. „Ég þoli ekki að hlusta á þetta.“ „Ég vona,“ sagði sá guli, „að þegar þessir prakkarar vaxa upp, og verða fullorðnir, þá verði börnin þeirra prakkarar, svo að þeir fái að finna hvað það er.“ „Hættu," öskraði Gvendur. „Ég ætla ekki að verða prakkari. Ég ætla að verða búálfur." „Gott er það,“ sagði sá guli. „En mundu það, að búálfar sjást aldrei vinna. Þeir fara á fætur á undan öllu fólkinu og eru horfnir áður en nokk- ur veit af, og enginn veit hvert. Ekki veit ég hvernig stendur á þessu háttalagi, og ég er ekki einu sinni viss um að langafi og langamma hafi vitað það, en ef til vill er það af því, að best er að öll góð verk séu gerð í kyrrþey. Nú kom sá guli til Gvendar og neri sér upp við hann, og Gvendur strauk honum. Hann vissi nú ekki af sér framar, fyrr en farið var að birta. Þá reis hann upp og sá hvar Jónsi stein- svaf við hliðina á honum. III „Klæddu þig Jónsi, ég hef sögu að segja þér,“ sagði bróðir hans. Og meðan Jónsi var að núa stír- urnar úr aiigunum, sagði Gvendur honum upp alla söguna, sem gerst hafði um nóttina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.