Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1975, Side 71

Æskan - 01.11.1975, Side 71
Klukkan var fjörutíu og fimm mínútur gengin í tíu um kvöldið, þegar Tarzan kom inn í krána hjá Dover. Er hann kom inn í hið daunilla greni, skaust hjúpaður maður fram hjá honum út á götuna. „Komdu, lávarðurl" hvíslaði hann. Apamaðurinn sneri sér við og fór á eftir honum út f illa lýst göng. Þegar út var komið, fór náunginn á und- an út í myrkrið fram á bryggju, sem full var af kössum, tunnum og skrani. Þar stansaði hann. „Hvar er drengurinn?" spurði Greystoke. „Á gufuskipinu, sem þú sérð þarna ljósin á,“ svaraði hinn. Tarzan reyndi í myrkrinu að sjá framan í manninn, en hann kannaðist ekki við hann. Hefði hann vitað, að leiðsögumaður hans var Alexis Paulvitch, hefði hann engum blöðum þurft um það að fletta, að ekkert nema svik bjuggu í brjósti hans og hættur voru í aðsigi. „Hans er ekki gætt núna,“ hélt Rússinn áfram. — „Þeir, sem tóku hann, eru alls óhræddir, og að undan- teknum tveimur hásetum, sem ég hef fyllt, eru engir í Kincaid. Við getum óttalaust farið út í skipið, tekið barn- ið og farið með það.“ Tarzan kinkaði kolli. „Við skulum þá taka til starfa,“ mælti hann. Leiðsögumaður hans fór með hann að báti, er var bundinn við bryggjuna. Þeir stigu út í hann og Paul- vitch reri röskan fram að skipinu. Svartur reykjarstrók- urinn upp úr reykháfnum vakti þó engan grun hjá Tarzan. Öll hugsun hans snerist um það, að innan skamms héldi hann syni sínum aftur f faðmi sér. Er þeir komu að skipshliðinni, fundu þeir kaðalstiga, sem hékk út af borðstokknum, og klifu upp hann. Þegar upp á þiljur kom, skunduðu þeir aftur að hurð, er Rússinn benti á. „Þarna er drengurinn falinn," sagði hann. „Það er best, að þú farir niður eftir honum, því að þá er minni hætta á því, að hann skæli. en ef hann væri í fangi ókunnugs. Ég skal vera á verði á meðan." Tarzan var svo ákafur eftir að ná í barnið, að hann tók ekki efdr neinu sérkennilegu á skipinu. Það hafði engin áhrif á hann, þó þilfarið væri mannlaust, en reyk- urinn úr strompinum sýndi, að skipið var á förum. Apamaðurinn þaut ofan í myrkrið með þá von og vfsu í brjóstí, að hann á næsta augnabliki vefði elsku litla barnið sitt örumum. Varla hafði hann sleppt hend- inni af dyrastafnum, er þung hurðin féll aftur yfir höfði hans. Jafnskjótt vissi hann, að hann var svikinn, og í stað þess að bjarga syni sínum var hann nú sjálfur í gildru fallinn. Han réðst þegar á hurðina, en árangurslaust. Hann kveikti á eldspýtu og sá, að hann var í örlitlum klefa, sem ekki hafði aðrar dyr en þær, sem hann kom inn um. Það var sýnilegt, að hann hafði verið gerður til þess eins að geyma hann. Ekkert var í klefanum og enginn annar en hann. Ef barnið var á Kincaid, var það annars staðar. í tuttugu ár, frá fæðingu til tvítugs, hafði apamaður- inn ferðast um frumskógana og aldrei notið félagsskapar mannlegrar veru. Hann hafði lært að taka þrautum og sorgum eins og dýrin. Hann varð því ekki uppnæmur, heldur beið þolinmóð- ur þess, sem verða vildi, þó ekki án þess að reyna að bjarga sér. Hann reyndi styrkleika klefaveggjanna. Meðan hann var að þvi, fann hann titring vélar og skrúfu. Skipið var komið af staðl Hvert skyldi það bera hann, og hver mundu örlög hans? Og meðan hann hugsaði þetta, barst honum það til eyrna, er yfirgnæfði vélarskröltið og gerði honum bilt við. Hátt og hvellt kvað við af þilfarinu fyrir ofan hann neyðaróp skeldrar konu. II. KAFLI SKILINN EINN EFTIR Á EYÐIEY Um leið og Tarzan og leiðsögumaður hans hurfu í myrkrið á bryggjunni, kom kona, hulin slæðu, með mikl- um hraða eftir stígnum, er lá að kránni, sem þeir Tarzan voru nýkomnir út úr. Hún nam staðar við krána og litaðist um. Svo var að sjá, sem hún væri ánægð yfir að vera komin þarna, og gekk hún nú hugrökk inn í þetta óþrifalega bæli. Hópur af hálfdrukknum sjómönnum og hafnarskækj- um leit undrandi á vel klædda konu mitt á meðal þeirra. DÝR TARZANS 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.