Æskan - 01.11.1975, Qupperneq 80
wm
„Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.“ —
— Bréf barst þættinum frá dreng,
sem nefnir sig „Einn áhugasamur".
Hann hefur áhuga á þv( að verða bóndi
í sveit og biður um miklar upplýsingar
því viðvíkjandi. Skulum við nú ræða
málið.
Þegar landnámsmenn komu hingáð
til íslands fyrir meira en þúsund árum,
tóku þeir næstum allir að erja landið
og stunda búskap, þótt ýmsir þeirra,
er við sjávarsíðuna bjuggu, færu einn-
ig fljótt að sinna fiskveiðum. Má því
segja, að landbúnaðurinn sé elsta at-
vinnugreinin hér á landi.
Nú á dögum starfa aðeins 12% þjóð-
arinnar að landbúnaði. Þessi tiltölulega
fámenna stétt sér þó allri þjóðinni fyr-
ir eftirtöldum matvælum til daglegrar
neyslu: mjólk, skyri, ostum, smjöri,
kjöti og einnig nokkru af garðávöxtum.
Sumir bændur hafa eingöngu kýr sem
bústofn og kallast það kúabú, aðrir
hafa aftur á móti kýr aðeins til þess
að fá mjólk handa heimilisfólki en
því fleira sauðfé. Það kallast fjárbú.
Þetta fer aðallega eftir því, hvar bónda-
bærinn er staðsettur. Tökum t.d. bónda,
sem á heima nálægt mjólkurbúi eða
mjólkurvinnslustöð. Honum mundi
hentara að búa með það fyrir augum
að seija mjólk, en hafa færra sauðfé,
þótt margir bændur hafi að vísu hvort-
tveggja, kýr og kindur. Aðrir bændur
eru þannig í sveit settir, t. d. langt
fram til dala, að það er mjög erfitt fyr-
ir þá að koma frá sér mjólkinni dag-
lega á markaðinn. Þeir kjósa þá marg-
ir hverjir heldur að hafa fjárbú. Sumar
jarðir henta einnig betur til sauðbeitar
en aðrar. Einnig eru til garðyrkju-
bændur, sem næstum eingöngu lifa á
garðrækt, munu það helst vera þeir,
sem eiga land með jarðhita.
Störfin á sveitabæjunum eru marg-
vísleg og breytileg eftir árstíðum. Þau
voru erfið áður fyrr, þegar allt varð að
vinna með handafli einu saman. Nú
á dögum er þetta orðið allt öðruvísi
vegna bættra samgangna og mikillar
vélanotkunar. Vorstörfin eru helst þau
að bera áburðinn á túnin, sinna um
lambféð, húsaviðgerðir, viðhald tún-
girðinga o. fl. Sumarið sjálft fer allt f
það að afla heyjanna fyrir komandi
vetur. Á haustin þarf að ná fénu af
fjalli og slátra þvf, sem ekki er sett á.
Þá fer einnig fram upptaka garðávaxta.
Á vetrum er aðalvinnan f sveitinni sú
að hirða búpeninginn, þ. e. kýr, kind-
ur og hesta, og koma mjólkinni á mark-
aðinn.
Góðir kostir bónda eru m. a. þeir,
að hann sé hraustur og verkhagur mað-
ur og hafi gaman af því að umgangast
skepnur. Hann fer vel með búfé sitt
og kappkostar að framleiða sem mest
og best með sem minnstum tilkostnaði.
Honum falla vel útistörf. Hann gengur
vel um hús og heygarða og hann hef-
ur þrifalegt kringum bæinn sinn. Sagt
er að góður fjármaður sé sá, sem get-
ur setið í klukkustund á réttarveggn-
um og horft á uppáhalds ána sína, án
þess að láta sér leiðast!
Sá bóndi, sem á jörð sína skuldlausa
og snoturt bú, er ekki ósvipaður kon-
ungi í ríki sínu. Jörðin hans hefur sér-
stakt nafn, Gullbrekka, Mikligarður,
Grund o. s. frv. Jarðirnar hafa einnig
78