Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1975, Page 81

Æskan - 01.11.1975, Page 81
sín eigin landamerki, þótt þar standi ekki landamæraverðir, líkt og í kon- ungsríkjunum úti í heimi. Góður bóndi verður að vera vökull og sívinnandi að búi sínu. Að vorlagi þarf hann að huga vel að lambfénu, koma nýbornum ám í hús með lömb sín, ef gerir vont veður. Hann þarf að fylgjast með þvf, hvort nýfæddu lömb- in „komist á spena“ og ósjaldan þarf hann að vaka yfir kúm sínum f fjósinu, þegar þær eru komnar að burði, þ. e. a. s. eiga kálfa. Stundum þarf hann að sækja dýralækninn. Góður bóndi er dýravinur og lætur sér annt um, að skepnum hans |íði vel, enda er það hlutur, sem borgar sig. Vel meðfamar skepnur gefa meiri af- rakstur, tekjur búsins verða meiri. Ef til vill er það þessi fjölbreytilega samvinna við móður náttúru og móður jörð, sem gerir bústörfin svo heillandi, þótt hinu sé ekki að neita, að oft er vinnudagurinn langur við búskapinn og oft þarf bóndinn að leggja riótt við dag við vinnu sína ef vel á að fara. Hins vegar eru ánægjustundirnar einnig margar, þegar sól skín f heiði og vel gengur vinnan. Gott er það fyrir drengi í kaupstöð- um og borgum, sem langar til þess að verða bændur, að vera á sveita- bæ og kynnast störfunum þar. Þeim tíma er ekki á glæ kastað, verið vissir um það. Sá, sem byrja vill búskap, þarf eng- in sérstök próf eða skólagöngu. Oft er það svo, að bóndasonurinn tekur við búi föður síns, að honum látnum eða hættum búskap fyrir aldurs sakir. Hinu er ekki að neita, að ágætt mun það vera fyrir bændaefni að fara á bændaskóla. Þeir eru tveir hér á landi, annar á Hvanneyri í Borgarfirði, en hinn að Hólum í Skagafirði. Hvanneyrarskólinn var stofnaður 1889, og hefur starfað óslitið síðan. [ fyrstu var hann í tveimur deildum og var verklegt nám mjög verulegur þátt- ur í námi því er skólinn veitti. Með aukinni verkþekkingu og bættri náms- aðstöðu hefur námið smám saman breyst, þannig að f dag er skóiinn hreinn fagskóli. Árið 1947 var stofnað til framhalds- menntunar við skólann og er það eina framhaldsmenntunin, sem unnt er að afla sér hérlendis f landbúnaðarfræð- um. Skólinn starfar nú í þremur deildum: 1. Búfræðideild. 2. Undirbúningsdeild, sem veitir und- irbúningsnám undir framhalds- menntun á Hvanneyri, fyrir þá nem- endur sem ekki hafa stúdentspróf. Námstími er ca. 40 vikur. 3. Búvísindadeild. BÚFRÆÐINÁM Á HVANNEYRI Bændadeild skólans útskrifar nem- endur sem búfræðinga eftir eins vetr- ar nám. Námstímabil er frá 1. október til 15. maf. Að jafnaði eru um 60—60 nemendur í deildinni. Skilyrði fyrir skólavist eru: 1. Nemandinn sé fullra 17 ára, með óflekkað mannorð og ekki haldinn næmum sjúkdómum. 2. Nemandinn hafi lokið gagnfræða- prófi eða landsprófi miðskóla. 3. Nemandinn hafi unnið við landbún- að minnst eitt ár eftir fermingu. 4. Nemandinn hafi ábyrgð fuilveðja manns fyrir allri greiðslu á þeim kostnaði, er stafar af dvö| hans f skólanum. Námið skiptist f eftirfarandi svið: A. Líffræði (líffæra- og Iffeðlisfræði, efnafræði, erfðafræði og gerla- fræði). B. Búfjárrækt (kynbótafræði, mjólkur- fræði og almenn búfjárfræði). 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.