Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 4

Skírnir - 01.12.1918, Page 4
274 Áetriður Ólafsdöttir Sviakonungs fSkirnir Hvesti að lionum ýgum augum Ólafur, og hugði verra. »Þú skalt ljúka öðru áður! Ort þú hefir langtum fleira — Mansöng, kveðinn um sig unga Ástríður er gjörn að heyra! Lát oss sjá hve, syrpur þínar Sæma henni, Noregsdrotning!« Óttar kvað: »Eg kann þær ennþá - Konungsboði tek með lotning«. HL Kvæðið hóf ’ann. Hirðin þagði, Hlustarnæm að flimið skildi — Eins og seytla um silfurskálir Seiddi Óttars raddar-mildi. Var þó sem við skreyti-skrumið Skáldamálsins hann sig efi, En sem lægju langir kossar Leyndir undir hverju stefi. Allir sátu hirðmenn hljóðir, Hönd var knélögð undir borði. Sýndist skína úr svipnum þeifra Samvizkan í hverju orði. Það var að eins er hann nefndi Ástríði, í þulu sinni, Þá var eins og allir hefðu önnur kvennanöfn í minni. Konur litu allar undan Óttars kveðskap fyrst, í ranni.. Eftir fyltar fáar vísur Festu auga á kvæðamanni,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.