Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 8

Skírnir - 01.12.1918, Side 8
Byggingamálið. Húsagerð í sveitum. Þó margt kalli að oss á þessum dögum, er mér næst að halda, að byggingamálið sé mesta málið og mikil- fenglegasta, jafnvel þó slept sé allri þeirri miklu hús- næðiseklu, sem nú er í kaupstöðunum. Fjármálahlið þess er tiltölulega einföld. Sem stendur eru yflr 5000 torfbæir á landinu. Vér erum neyddir til þess að byggja þá alla upp áður langir tímar líða. Undan því verður ekki flúið. Og svo bætist við fjöldi timbur- húsanna, sem tæpast standa í langan aldur. Og hvað kostar svo þetta? Meðalverð á 7 nýlega bygðum steinsteypuhúsum i sveit, sem flest voru bygð fyrir ófriðinn, er talið um 6500 kr. Það mun sízt of riflega í lagt eftir liorfum nú. Það kostar þá um 32 mill. icróna að byggja torfbæina upp á þennan hátt. Og þá er eftir að koma upp góðum húsum fyrir allan búpening og heyíorða. Það kostar að líkindum annað eins. Um 60 mill. króna kostar það að byggja landið upp, þó ekkert sé talað um kaupstaðina, og það þó verð sé svipað og var í ófriðarbyrjun. Hvað er Reykjavíkurhöfnin — stærsta mannvirkið hér á landi — i samanburði við þetta. Hún kostar um 2 mill. Flóaáveitan kostar um x/a—1 mill. Hvað kostaði það að slétta öll tún landsins. Ef gert

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.