Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 9

Skírnir - 01.12.1918, Side 9
Skirnir] Byggingamálið 279 er ráð fyrir, að nver dagslátta kostaði 200 kr., yrði það um 10 mill. Hvað eru jafnvel allar þessar miklu skuldir lands- ^jóðs, sem stafa af ófriðnum? Ekki þriðjungur þess sem liú8in kosta. Húsabyggingarnar eru þá langdýrasta og stór- feldasta íræðið, sem þjóðin hefir með h ö n d u m. En málið heíir aðrar hliðar og þær engu vandaminni. Húsakynnin hafa rik áhrif á alt líf þjóðarinnar, alla hennar menningu. Eg veit þess dæmi, að nú í frostunum síðastliðinn vetur var hitinn í baðstofunni á einum sveita- bæ 17° frost eða meira. Og þar voru ung börn. Getur nokkur talið slíkt samboðið siðaðri þjóð? Aumlegu húsakynnin setja á oss, framar öllu öðru, skrælingjamerkið. Vér eyðum árlega stórfé til lækna og lækninga, rek- um dýrt heilsuhæli og nokkra spitala til þess að lækna sjúklingana, sem mist hafa heilsuna í vondum húsakynn- um. Hjá þessu verður tæpast komist, en hitt er víst, að heilbrigðisástand landsins verður aldrei gott meðan húsa- kynnin eru léleg. Menning vor, heilbrigði og þjóðarsómi er bundinn við, að þau batni, verði hentug, heilnæm og fögur. Og hvað er svo fyrir þetta mikla mál gert af hálfu þeirra, sem með landsmálin fara? Þeir hafa aflað oss yfir 60 lækna til þess að lækna fólkið, 20—30 lögreglustjóra til- þess að halda í hemilinn á mönnum, sem tæpast þora að gefa óvini sínum kjafts- högg, hvað þá meii’a, og 125 presta til þess að sjá um, að vér förum ekki i þann eilifa eld, eftir að vér höfum setið í 17° frosti á vetrum með kornung börn. Þeir hafa út- vegað oss þrjá verkfræðinga til þess að leggja vegi fyrir þá, sem lifa af baðstofuþrengslin og vetrarkuldann, Mar- konistöð, sem enginn notar o. s. frv. Eg skal ekki telja .fleira. En til þess að leiðbeina fáfróðum raönnum í bygg-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.