Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 11

Skírnir - 01.12.1918, Side 11
Skirnir] Byggingatnálið 281' Eg tel líklegt, að þessi stefna sé rétt1). Siéttunin er hvort hcldur sem er bæði svikul og dýr. Kaldari verða slíkir veggir að vísu, en þar er minst á mununum. Steypu- veggur verður ætið, hvort heldur sem er, til lítilla hlý- inda. Styrktarstoðir raá hafa í þessum þunnu veggjum til þess að gera þá traustari og stöðugri. Að utan ætti ódýr kalklitur að nægja. Yér steypum alla veggina í einu lagi. Þeir verða að mestu ónýtir ef breyta þarf eða rífa. Margt bendir til þess, að oss væri betra að steypa steina og hlaða veggina úr þeim, þó ekki fullyrði eg það. Báðar aðferðir hafa- sína kosti. En hvernig eigum vér svo að gera veggina hlýja? Steinveggurinn er járnkaldur. Eina ráðið, sem vér þekkj- um, er að gera veggina tvöfalda og fylia holið milli þeirra með tróði (mómylsnu, þurru torfi, vikri). Þetta hefir gef- ist svo vel, að nýjustu húsin hjá oss eru eflaust miklu hlýrri en flest hús alþýðu í útlöndum, en bæði er það dýrt og tróðinu fylgja ýmsir ókostir. Það getur fúnað, það sígur og er erfitt að bæta á það, sérstaklega uudir gluggum2) Og ekki er fengin full reynsla fyrir þvi, hve þykt tróðlagið þarf að vera. 2 V*" er það minsta, sem reynt hefir verið, og það var allskostar ónóg, en þykkast 6V2" Húsin með 4—6 V2" tróði hafa reynst hlý, hvergi frosið í íbúðarherbergjum, þar sem fólk hafðist við eða eitthvað var lagt i, og verið nálega laus við raka — en þó ekki algerlega. Vér verðum líklega að gera tróðið enn þykkarar 10—12 ", til þess að vel gegni, ef ekki má gera ráð fyrir meiri hitun. *) Á sutnum húsum, sem Jóh. Fr. Kristjáusson hefir hygt fyrir bænd- ur, er húöuu slept, veggþyktin (ytri útveggir) aö oins 5 þuml., en að eins i einu húsi hefir steypau verið svo sterk, að 1 hluti sements sú móti 3 hl. af sandi. a) Sumstaöar hefir það ráö verið tekiö upp, sem eg benti eitt sinn á, að hafa áfelluna neðan viö glitggana lau-ei. Mú þá taka hana úr, er bæta skal á tróöiö eða þétta gættiua.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.