Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 12

Skírnir - 01.12.1918, Side 12
■282 Byggingamálið [Skirnir En bersýnilegt er það, að æskilegast er að sleppa við innri veggina og tróðholið. Það gerði alt einfaldara og ódýrara. Vér þurfum einhvern veginn að komast upp á það, að geta steypt eða hlaðið allþykkan en ódýran s k j ó 1 v e g g innan þunna steinveggsins, sem að eins er ætlaður til þess að bera húsið og taka móti veðri og vindi. Og efnið í slíkum skjólvegg þarf að vera jafnhlýtt og tróðið. Svo á að mega slétta hann að innan, mála eða líma á hann veggjapappír. Þessa list kunnum vér ekki. Hún er eflaust torveld, en ómögulegt ætti þetta ekki að vera. Víst er um það, að þar sem léttur v i k u r er í jörð, er auðvelt að gera úr honum ágæta steypu með kalki eða • sementi. Slíkir steinar eru algengir ytra og eru furðu hlýir. Vatn draga þeir í sig (fljóta fyrst í vatni), en það á ekki að saka, ef útveggur er þéttur og vandlega buið um glugga og dyr. Þá er og annað víst, að gera má veggi úr óbrendum s m i ð j u m ó (leir). Til þess að gera hann hlýrri og létt- ari er allajafnan elt saman við hann talsverðu af hálmi. •Þá hættir og leirnum síður við að springa, er hann þornar. Vér liöfum tæpast öðru til að dreifa en heyi, sem erólíku endingarminna, myndi fljótt fúna. Nokkuð mætti bæta heyið til þessara nota, ef það væri síðslegið. Næringarefni eru þá miklu minni í því og meira af steinefnum. Helzt væri að tala um stórgert vall-lendisliey. Þá þykir mér ekki ólíklegt, að tryggja mætti að nokkru endingu lieysins, ef það væri látið liggja í kalk- blöndu, áður en það væri elt saman við leirinn. Kalkið drepur flestar rotnunarbakteríur og ver mjög fúa og rotn- un. Þó er þetta órannsakað mál, En helzt þurfum vér að finna eitthvað til að blanda saman við leirinn. Leirveggi má slétta að innau með leirblöndu og líma •svo á þá veggjapappír. Það k,yað vera alsiða í Kússlandi.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.