Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 14

Skírnir - 01.12.1918, Page 14
284 Byggingamálið [Skímir Ekki hefir mér tekist að fá noitt nýtilegt út úr öskunni,. hvorki taðösku né móösku, en það sannar lítið. Ómögu- legt er það ekki, að það stafi að eins af vanþekkingu minni. 2. Loft og gólf eru hvervetna gerð úr timbri, sumstaðar þó úr steinsteypu yfir eldhúsi. Yfir kjallara er loftið venjulega einfalt, tvöfalt með tróði yfir íbúðarher- bergjum, og er margvísiegt tróðið: mór, torf, mo3Í, hey, moð. Þarf ekki að orðlengja það, að mosi, hey og raoð er ófært til þeirra hluta. Af ýmsum ástæðum (ending, jarðskjálfta- hættu, músum ogrottum, brunahættu, sóttnæmishættu) tel eg mjög líklegt, að hyggilegra væri að gera þau úr stein- steypu, eins og nú er farið að tíðkast í Reykjavík, en aftur sýnist mér það líklegt, að gerð þeirra mætti að ýmsu leyti endurbæta og gera þau nokkru ódýrari. Eg skal þó ekki far'a út í það hér. Þá er það ekki ráðin gáta, liversu hentugast væri að ganga frá yfirborði steypugólfa, svo þau yrðu bæfilega hlý og lítt liljóðbær. 3. Þök húsanna eru viðast venjuleg timburþök með bárujárni. Þó eru torfþök á 3 húsum af 12, að lik- indum gerð eftir forsögn Jóns Þorlákssonar verkfræðings í 18. árg. Búnaðarritsins. Reynslan er stutt með þessi þök, en þau virðast hafa gefist vel, svo ef til vill ættu hin þökin að leggjast niður’). Undir torfinu mun hafa verið notaður venjulegur þakpappi og bikaður áður en tyrft var. Mikið er undir því komið, að pappinn endist vel, því erfitt er að gera að slíku þaki. Þjóðverjar nota sérstakt þéttunarefni (Holzcement) á þökin og sérstakar pappategundir (ef ekki er notaður einskonar pappír). Sennilega eigum vér eftir að læra ýmislegt í þessu efni. En hversu sem þessu er farið, þá stafar ætíð nokkur brunahætta af öllum timburþökum. í Ameríku eru stein- steypuþök algeng, venjulega flöt, en stundum með venju- legu risi. Iiór eru þau óreynd, en vert væri að rann- saka, hvort þau svöruðu kostnaði. Væri mikið unnið, ef ') Þó láta Þjóðverjar, sem mikið hafa notað torfþök með pappa undir, misjafnlega af þeim.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.