Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 15

Skírnir - 01.12.1918, Page 15
•Skirnir] Byggingannílið 285 eldtraust og endingargott þak fengist í stað timburþak- anna. 4. E 1 d f i ra eru að sjálfsögðu öll þau steinhús, sem vér höfum bygt, úr því loft og gólf, margir skilrúmsveggir og alt þakið er úr timbri, og hvert hús, sem brennur, er þjóðinni tapað fé. Þó landið eða vátryggingarfélag greiði skaðabætur, eru þær teknar aftur með rentum af öðrum vátryggjendum. Ef vér færum hyggilega að ráði voru, ætti að mega komast algerlega hjá þessum skatti og flest- um vandræðum, sem stafa af húsbruna. Það er hægðar- leikur nú orðið að byggja lmsin fyllilega eldtiaust, úrþví leikið er að gera loft og gólf úr steinsteypu. Um öll al- menn hús hefir ameriskur rithöfundur rétt fyrir sér, sem segir, að í raun og veru sé e k k i u m n e i 11 v á- tryggingamál að ræða, heldur að eins k'unnáttu að byggja eldtraust. Mestur er erfiðleiklinn með þakið, og þó liklegt, að fram úr honum mætti einnig ráða. 5. Ií i t u n h ú s a n n a er víðast af mjög skornum skamti og áhöldin til hennar ekki góð. Yér höfum ekki öðru að brenna víðasthvar en mó eða sauðataði og notum til þess kolaofna, sem hafa oflítið eldhólf og öskurúm. Danir hafa smíðað ýmsar tegundir af móofnum, og þykir mér líklegt, að einhverjir þeirra séu vel við vort hæfi. Vér þuifum að fá að vita, hverjar tegundir það væru og verð á þeim, geta síðan gefið alþýðu leiðbeiningu um það, því ekki er von, að bændur viti vel deili á slíku. Á ein- um bæ (Fremsta Grili í Langadal) liefir verið keypt elda- vél frá Svíþjóð með útbúnaði fyrir miðstöðvarvatnshitun. Liggur vænn koparkassi að eldhólfinu og pípur úr lionum í vatnsofna i íbúðarherbergjunum. Svo virðist, sem þetta hafi gefist vel, og er þarna eitt atriði af mörgum, sem taka þyi'fti til athugunar’). ‘) Mér er eagt, að þessi hitun hafi einnig gefist vel i miklu frostunum í vetur. Ef til vill á þaö nokkurn þátt í því, aö eldhúsið er i kjallara, undir baðstofuhúsinu, og loftið yfir þvi úr járníkotinni

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.