Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 21

Skírnir - 01.12.1918, Side 21
Skirnir] Byggingamálið 291 Ef torfþökin reynast vel og bera hærri hlut, þá verða bæjaþökin tiltölulega fiöt líkt og í Sviss og Noregi. Ann- ars liættir þeim við að brenna og jafnvel síga niður.1) Ef vér getum fengið gott og ódýrt þakefni, sem taki báru- járninu fram, þykir mér ekki ólíklegt, að húsin verði há- reist, þar sem ekki er því veðurnæmara, bæði vegna þess, að þau þykja flestum svipmeiri og húsrúmið verður drýgra. I allri liúsagerð eru tvö meginatriði, verkfræðis- þ e k k i n g og 1 i s t. Verkfræðisþekkingin kennir að nota beztu byggingarefnin og fara sem haganlegast með þau, svo húsið verði að öllu leyti traust, hlýtt, ódýrt og end- ingargott. Hún er sú undirstaða, sem alt annað verður að byggjast á. Fyrst og fremst af öllu þurf- um vér að reyna að hlaða í þau mörgu skörð, sem enn eru í v e r k f r æ ð i s þ e k k i ngu vora viðvíkjandi húsagerð. Má það einkenni- legt heita, að enskur húsagerðarfræðingur (Lethaby) segir: >Hið mikla meginatriði í byggingarlist á vorum dögum er það, að geta bygt óbrotinn vatnsheldan útvegg, einfalt traust gólf og umfram alt ]>ök, sem séu betri en nú ger- ast«. Sýnir þetta, að jafnvel í miklu menningarlandi, þar sem byggingarlist stendur í miklum blóma, þykir þó enn stórum skorta á verkfræðisþekkinguna og það í einföld- ustu grundvallaratriðunum. Það er ekki uudarlegt, þó margt sé skamt á veg komið hjá oss, þegar þeir tala þannig, sem lengst eru komnir. Óðara en vel og haganlega er fram úr hverju sérstöku atriði ráðið, frá verkfræðissjónarmiði, er listamannsins að taka við. Ilann á að geta gert húsin fögur og hentug til íbúðar, hver svo sem niðurstaðan hefir orðið verkfræðilega, hvort sem risið er hátt eða lágt, hvort sem húsið er stórt eða lítið, ríkmannlegt éða af einföldustu gerð. :) Héraöslæknir Magnús Snæbjörnsson segir mér, aö m e 1 u r vaxi á sumum þökum í Flatey. Líti þau vel út og b r e n n i e k k i. Má vel vera að hann reynist betur en grasið. *19

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.