Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 22

Skírnir - 01.12.1918, Side 22
■292 Byggingamálið [Skirnir En hvað getum vér gert til þess að koma byggingar- málinu vel á veg? Eg held að þetta séu aðalatriðin: 1. Oðara en vér eigum völ á f u 11 -1 æ r ð u m, á 1 i t- legum húsagerðarfræðing, eigum vér að taka hann í þjónustu landsins, til þess að gera uppdrætti að hverskonar byggingum í sveit, leiðbeina bændum í húsa- gerð og gera þær tilraunir, sem nauðsynlegar þættu. Meðal annars um gerð torfhúsa.1) 2. Landið á að launa að nokkru leyti hæfilega marga verkstjóra, sem vel er trúandi til þess, að standa fyrir byggingu á húsi og vel kunna til steinsteypu. Bænd- ur fengju þá menn þessa svo ódýra, að freisting væri lítil til þess, að trúa miður liæfum mönnum fyrir vandasömu verki. 3. Vér eigum að ljetta öllu aðflutnings- gjaldi af byggingarefnumog gera alt sem auð- ið er til þess, að sement og önnur helztu byggingarefni fáist sem ódýrast. Sjálfur lít eg svo á, að auk þessa ættum vér að koma á þegnskylduvinnu í hverri sýslu og láta mennina vinna að húsabyggingum undir góðri stjórn. Eg er í engum vafa um, að þetta gæfist vel, ef skynsamlega er farið að, og allar mótbárur gegn þegnskylduvinnu í þessari mynd, sem eg liefi heyrt, eru reykur einn og heila- spuni fáfróðra manna. Eg ætla þó ekki hér að útlista þetta nánar. En seint mun það vinnast, að byggja 5—6000 bænda- býli með því lagi sem nú er. Það er auðveldara. verk að slétta túnin og bændum ætlar ekki að nægja h e i 1 ö 1 d til þess! í maí 1918. Guðm. Hannesson. 0 Ætti eg aö ráða manninn, vildi eg reyna hann í 2—5 ár á ð u r on eg veitti honum starfann til fulls.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.