Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 23

Skírnir - 01.12.1918, Side 23
Erasmus frá Rotterdam. Eftir Magnús Jónsson dócent. Það er leitt, hve tímatalið í æfi Erasmuear er á reiki. Omögulegt er t. d. að vita með vissu, hvenær ýms helztu rit hans komu út fyrst. Þó hefir það iíklega verið nálægt 1509, að það ric íiaug á vængjum vindanna út um Ev- rópu, sem skifti öllum í tvo flokka á svipstundu. öðrum megin var hlegið hærra en dæmi voru til siðan Lúkían leið, en hinum megin var gníst tönnum í hamslausri bræði. Þetta rit var »Encomion Moriae« eða »Lofgjörð heimsk- unnar«. Rit þetta spanst í rauninni út af samræðum við More, heima hjá honum, og fyrirsögnin er orðaleikur út af nafni hans. Heimskan er á ferð um löndin og cegir frá því, sem fyrir hana ber. Guðfræðingarnir og munkatnir eiga eins og fyr bróðurpartinn af háðinu. Dæmi vil eg gefa, en erfitt verk er að þýða, vegna þess að latneskum vís- indaorðum er stráð um alt, orðum sem hvorki er auðvelt að þýða svo vel fari, né heldur má þýða, því að háðið dofnar við það. Skólaspekingarnir fá meðal annars þetta: »Viturlegast inundi vera að þegja um guðfræðingana. Þeir eru bæði lireyknir menn og bráðir í skapi. Þeir gætu marið mig sundur uudir sínum 600 trúarlærdómum. Þeir gætu sakað mig ura villutrú og sent þrumufleyga gegn um mig, því að þeir geyma birgðir af þeim f stórum vörugeymsluhúsum. Og samt eru þeir þjónar hennar heirasku gömlu, þó að þeir vilji oft afneita hennl

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.