Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 24

Skírnir - 01.12.1918, Side 24
294 Erasmus frá Rotterdam [Skirnir húsmóöur sinui. Uppi í þriðja himni lifa þeir, sjálfa sig tilbiðja þeir, eu kasta auri á skriðdýra greyin, sem halda sig á jörðunni. Þeir eru víggirtir með skíðt;arði af skilgreiningum, ályktunum, af- leiðingum, Ijósum tilgátum og óljósum tilgátum. Festar Yúlkans halda þeim ekki. Þeir hitta liðina eins og þeir vœru að höggva með öxi. Þeir geta sagt þér upp á hár, hvernig heimurinn vai búinn til. Þeir geta sýnt þór rifuna, þar sem syndin smaug inn, og spilti mannkyninu. Þeir geta skýrt fyrir þór, hvernig Kristur myndaðist í kviði meyjarinnar. — — — Þetta alt getur hver meðal-guðfræðingur sagt þór. Hinir, sem lengra eru komnir áleiðis, geta útskýrt, hvort setning eins og »faðirina hatar soninn« só nokk- ur fjarstæða; hvort guð gæti brugðið sór í mynd konu, eða mynd asna, eða gert sig að kálhöfði, eða tekið á sig myud djöfulsins. Og ef hann gæti það, þá hvort kálhöfuð mundi geta prédikað, gert kraftaverk eða látið krossfesta sig. Og mörg þúsund atriði fleiri gætu þeir frætt þig um. Þeir gætu látið þig vita, hvað átt er við með >instantes«, »formalitates« og »quidditates«, þó að ekkert auga hafi litið neitt slíkt, riema þau augu, sem sjá það, sem ekkert er. Þeir eru eins og Stóumennirnir, að þeir koma með alls konar »fjarBtæðnr«, sem þeir svo kalla, t. d. hvort meiri synd só að drepa þúsund menn heldur en bæta skó á sunnudegi. Hvort betra væri, að heimurinn færist, eða vinnukona lygi einhverju smávegis. Svo heita nú sumir realistar, nominalistar, Thómistar, Albertistar, Oceamistar og Scótistar — og allir eru þeir svo lærðir, að þeir mundu reka hvern meðal postula á gat í rök- fimi. Þeir segja, að þó að Páll postuli hafi baslast við að útskýra orðið trú, þá só þó sú skýring ekki Iíkt því eins góð og þeirra skýring. Postuli gat haft það til að þekkja samfylgd kvöldmáltíð- arefnanna. En ef postuli hefði verið spurður um það, hvernig einn og sami líkaminn gæti verið vfða í einu, eða hver væri munurinn á líkama Krists á himnum og líkama Krists á jörðu eða í sakra- mentinu, þá hefði hvorki Pótur nó Páll getað skýrt það hálfa leið eins vel og scótistarnir. Sjálfsagt hefir Pótur og hinir postularnir þekt móður Jesú persónulega. En þeir vissu ekki eins vel og guð- fræðingarnir á vorum dögum, hvernig hún komst hjá erfðasyndinni. Pótur tók á móti lyklum þekkingarinuar. En samt vissi hann 9kki, hvernig unt væri að hafa lykla þekkingarinnar, og vera samt jafn þekkingarlaus eftir sem áður. Postularnir skírðu, en þeir hefðu ekki getað útskýrt nákvæmlega hin verkandi frumstæði og endan- legu ástæður skírnarinnar, og ekki mundu þeir heldur hafa getað

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.