Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 26

Skírnir - 01.12.1918, Side 26
296 Erasmus frá Rotterdain [Skirnir- að orði: »Þarna er hann lifandi kominn, hann gamli kunn-- ingi okkar«. Hann var sjálfur hámentaður maður og dáð- ist að listfenginni hjá Erasmusi. En liann var hirðulaus- um alt, og þótti ekkert að því, að betlimunkarnir fengjm á baukinn. Og það var snildin á »Moria«, að þó að svip- an væri látin dynja svona miskunnarlaust á kirkjunni, þái var hvergi eitt orð sagt, sem hægt var að hafa á. HvergÞ varð vart villutrúar, alt var vandlætingarsemi, og hún var leyíileg — vitaskuld. Þó var það önnur bók frá hendi Erasmusar, sem margfalt víðtækari áhrif fékk, bæði í bráð, og þó allra- helzt til langframa, og það var nýja testamentið. Árið 1516 gaf Erasmus út nýja testamentið alt, gríska textann-- með latneskri þýðingu, frábærlega góðri, og auk þess með- inngöngum og skýringum eftir sjált'an hann. Þessi útgáfa, sem fyrst kom nýja testameotinu í hendur alls fjölda- lærðra manna, gerði á svipstundu, eins og Froude segir,. »andlegan jarðskjálfta«. Hundrað þúsund eintök voru á svipstundu rifin út á Frakklandi einu. Allir sáu, að hén var opnaður fyrir þeim nýr heimur, kenning frelsarans sjálfs, háleit og einföld, og harla ólík scótista guð- fræðinni. 0g þessi bók, sem meira en nokkuð annað bjó í haginn fyrir siðbót Lúthers, var gefin út með árituðu leyfi páfans. Rúmið leyfir ekki að gefa hér sýnishorn af athuga- semdum Erasmusar. Hann jók þær og endurbætti jafnt og þétt, með hverri nýrri útgáfu. Þar er komið við alt mögulegt í kenningum og siðum kirkjunnar, og fiett með- hárbeittum læknisknífum ofan af meinsethdunum. En það- sem mestu orkaði þó ósjálfrátt, var það, að hér komu að- finslurnar ekki fram í neinu flugriti, heldur sem skýring- ar á sjálfum hinum heilaga texta — að ógleymdu leyfv hins heilaga föður. IV. Erasmus var siðbótarmaður. En hann skildi það orð á afarólíkan hátt því, sem vér höfum vanist því orði, með^

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.