Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 35

Skírnir - 01.12.1918, Side 35
:Skirnir] ErgBmus frá Rotterdam 321 framan af. Hann var hugsjón siðaskiftanna hlyntur, en vildi stilla ærslin og var ófáanlegur til að rita gegn Lúther. En hvorugur fiokkurinn skildi hann eða var ánægður með hann. Engir menn eru ver staddir á æs- ingatímum en köldu skynsemismennirnir, sem sjá vel gallana hjá báðum, en eru samvizkusamir'). Báðir, bæði siðbótarmenn og kaþólskir, grunuðu hann um undirferli. •Og sá grunur magnaðist æ meir, er á leið. Siðbótarmenn sögðu, að hann væri sér sammála, en þyrði ekki að kannast við það. En kaþólskir sögðu, að hann væri upp- haf og undirrót alls. Þeir, sem bezt þektu hann, voru hins vegar undrandi og sárgrarair yfir því, að hann skyldi ekki vilja hreinsa sig af því öllu. En vér, sem nú getum litið rólega yfir þetta alt, vitum, að afstaða hans var al- veg hrein og skiljanleg — mitt á milli flokka. Þingið í Worms er í rauninni sá viðburður, sem snýr Erasmusi fyrst burtu frá Lúther. Það, sem þar vekur mesta aðdáun vora, trúareinurð og festa Lúthers, var í augum Erasmusar ekkert annað en heimskulegur þrái. Það var lians örugga sannfæring, að einmitt slík þing ættu að jafna deilumálin, og fyrir þeim ættu allir að beygja sig • skilyrðislaust, og stuðla að þvi, að friður kæmist á. Hann hafði ávalt barist fyrir því, að Lúther yrði ekki dæmdur að óprófuðu máli hans. En nú vék því öðruvísi við. Nú var búið að prófa mál Lúthers, og hann dæmdur sekur. Þá átti hann að láta undan og taka aftur villu sína, að skoðun Erasmusar. En’ þá sýndi bann, að hann vildi fyrir engu gangast, illu né góðu. Auk þess þóttist Eras- mus snemma fá þann grun, að siðbótar-kirkja Lúthers mundi lenda í nýjum trúfræðis-böndum. Samt var Erasmus lengi ófáanlegur til þess að ganga í berhögg við Lúther. Vinir hans hinir beztu reyndu ’) Str. Povl Helgesen i Danmörku. _ Arkatala og Waðsíðutala tveggja síðustu arka hér að framan er röng. Skal leggja 1 við arkatöln, en 16 við hlaðsiðutölu. 21

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.