Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1918, Qupperneq 37

Skírnir - 01.12.1918, Qupperneq 37
Skírnir] ErasmuB frá Rotterdam 325 og köld vatnsgusa á kæti kaþólskra yfir því að hafa komið Erasmusi inn í deilurnar. Því að bókin sýndist snerta svo lítið sjálf deilumál dagsins. Hún snerti að eins há-heimspekilegt atriði, sem ilt var að fylgjast með í og alt af mátti deila um. Vel getur verið, að Erasmus hafi gert þetta með vilja. En flestum fanst vist, að fjöllin hefðu fengið jóðsótt, en fæðst hlægileg mús. Og nú tekur Erasmus fast að eldast. Heilsan var ekki sterk. Ofmikil vinna og auk þess sífeldir hrakning- ar land úr landi gerðu hann gamlan fyrir tímann. Saga hans hér eftir er staglsöm og ómögulegt að segja hana nema i löngu máli, enda er heimssögu-þýðingu hans lokið. Erasmus tók svari siðbótarinnar oft, eftir að hann hafði ritað gegn Lúther. Hann skrifast á við Melanchthon og ritar Georg hertoga í Saxlandi bréf, þar sem hann gerir meistaralega grein fyrir afstöðu sinni til siðbótarinnar, en oflangt er það til þess að birtast hér. Hann berst jafnan af alefli móti því, að valdi sé beitt við mótmælendur. Hann lýsir munkum og klerkum með enn naprari litum en nokkru sinni fyr og sýnir fram á, að heimska þeirra og ofstopi sé aðalhættan, sem nú ógni kirkjunni. Hann neitar harðlega að gera nýja árás á Lúther sða siðbótina. En menn skilja liann aldrei. Árásir beggja flokka dynja á honum. Mjög sat Erasmus á hverfandi hjóli hamingjunnar hin efri ár æfi sinnar. Svo lágt komst hann, að verk hans voru fengin rannsóknardómstólunum í hendur. Svo hátt á hinn bóginn, að hæstu völd ríkis og kirkju stóðu honum til boða. Að minsta kosti tvisvar var honum boðin kardínála tign. En hann bar við heilsuleysi og svo því, að hann væri enginn maður í slíkt. »Það á ekki saman, söðullinn og uxinn«, segir hann. Sanna ástæðan var þó sú, að hann tímdi aldrei að farga sannfæringu sinni og frelsi. Á fyrri árum sínum óttaðist Erasmus mjög dauðann. Dauðinn og rotnunin, sem honum fylgdi, meiddi svo til- finningu lians. En nú hvarf sú hræðsla smám saman, er 21*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.