Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 39

Skírnir - 01.12.1918, Side 39
Um sendibréf. .Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins, Eeykjavík 10. febrúar 1918. Háttvirtir áheyrendur! Það er fyrir tilmæli formanns alþýðufræðslunefndar- innar, að eg hefi grafið upp hjá mér gamalt erindi, sem eg flutti á árunum fyrir austan fjall. Það hefir ekki komið fyrir almenningssjónir, og þess vegna hefi eg gert kost á að flytja það nú aftur, á öðrum stað, að mestu leyti óbreytt, að eins litið eitt aukið. Það eru nokkrar sundurlausar hugleiðingar um sendi- bréf, þetta talfæri og samvinnutæki, sem notað hefir verið af mönnunum svo að segja frá alda öðli. ' Bréf er komið af latneska orðinu brevis, sem þýðir stuttur. Btéf hafa lika verið einhver styzta tegur.d i Lt- smíða. Við vitum, að þau hafa farið manna á nnlli frá því að til er saga, en verulega almenn rnunu þau ekki hafa orðið fyr en pergamentið var fundið og síðar papp- írinn Assyríumenn og Babyloníu skrifuðu bréf á leirtöfl- ur, Egiptar á nokkurs konar pappir, sem gerður var úr stönglurn papyrusjurtarinnar, og á pottbrot, og Grikkir og Rómverjar á yaxtöflur og papyrus. í Austurlöndum, einkum á Iridlandi, voru mjög notuð samanbundin pálma- blöð. Frainan af voru hér á íslandi rituð sendibréf á skinn. Nokkur eru enn til. Hið elzta sendibréf, þ. e. a. s. einkabréf, íslenzkt, sem varðveitt hefir verið, mun vera skrifað á miðri J5. öld.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.