Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 45

Skírnir - 01.12.1918, Page 45
:Skirnir] Um sendibréf 331 ára framla forfeður okkar tala saman? Þetta geta sendi- Þréfin veitt okkur, ef rétt er með farið. Það er ekki nein smáræðis liðsemd, sem sendibréfin veita til þess að varðveita liðna timann, og ef þetta hefði verið mönnum hugstætt fyr, þá væri sagan okkar óliku fjölskrúðugri, og fróðleikstréð víða með þéttu limi, þar sem nú er ber greinagrindin. Það er ekki eingöngu per- sónu;agan, sem sendibréfin veita svo ómetanleg gögn til, heldur líka viðburðasagan, málssagan, bókmentasagan og öll menningarsagan, i einu orði sagt. Frá viðburðum segja bréf oft nákvæmar og betur en þur fræðislcilríki. Bréfin eru þar svo oft frásögn eða framburður sjónar- eða vitundarvotta, og sú skýrsla verð- ur oft svo lifandi og frá svo mörgu sagt, sem önnur rit .sieppa. Þvi geta bréfin oft orðið til þess að fylla i ýms- ar eyður hjá sagnaritaranum, sem önnur gögn skiija eftir. Þetta á ekki sízt við um eldri tima bréf, meðan timarit og dagblöð voru ekki til eða varla til. Og nú eru sendi- bréf yfirleitt að styttast. Rósemi lifsins er minni en áð- ur, og menn leyfa sér minni tíma til þess að setjast niður við bréfaskriftir. Simar og samgöngur létta undir allar fjarlægðir. Bréfspjöld og sneplar í símskeytastíl »fylla nú breiða bygð«. Bréfaþörfin fer því smáminkandi, og ekki er ótrúlegt, að sendibréf hverfi næstuin alveg þegar fram líða stundir. Það má hugsa sér, að einhver uppgötvun gæti útrýmt þeim að mestu leyti. En enn þá eru þó skrifuð mörg og merkileg bréf í veröldinni, og hér á út- skækli heims er eðlilegt, að þau geti enn veitt mikilsverð drög til viðburðasögunnar, meiri en annarstaðar, þar sem aðrar heimildir til hennar eru fullkomnari. Þá hefir málssagan og málfræðin ekki smáræðis gagn af sendibréfunum. Þar leggja svo margir orð í belg, og bréfin eru svo margvíslegs efnis. Það er því ekki nema eðlilegt, að þar megi finna fjölda orða og orðasambanda, sem öðrum ritum hefir sést yfir, eða þau ekki getað kom- ist að annarstaðar rituð en í bréti. Þó að ritmálsblæiinn sé oft auðsær í sendibréfum, má þar jafnan finna, fremur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.