Skírnir - 01.12.1918, Side 48
334
Um sendibréf
[Skirnir
falleg mynd af lyndiseinkunn dönsku þjóðarinnar væri
hvergi til. Síðan tók Karl Larsen að safna og vinna úr
á sama hátt bréfum og dagbókum frá dönskum útflytj-
endum, og hefir geflð út í bók, sem heitir »De, der tog
hjemme fra« (Þeir, sem fóru að heiman). Af þessari bók
voru komin út 4 bindi 1914, en ekki veit eg nema fleiri
séu komin siðan. Þar segja ekki eingöngu sögu sina ýmsir
eldri útflytjendur, heldur líka margir, sem farnir voru
ekki alls fyrir löngu, núlifandi menn, og sum bréfin ná
alt fram á síðustu tíma. öll bréf, sem útgefandinn hefir
notað, hefir hann útvegað bréfadeild ríkisbókasafnsins til
eignar. Þetta eru átakanlegar og sannar lýsingar úr æfi
manna af ýmsum stéttum, karla og kvenna, bæði þeirra,
sem af fátæku alþýðufólki voru komnir, og eins hinna,
sem voru af betri ættum, sem kallað er. Mönnum ber
saman um, að þetta starf Kails Larsens sé eitthvert hið
rnesta þjóðnytjaverk og ritið eitt hið merkasta, sem komið
hefir fram í dönskum bókmentum. Eg get ekki stilt mig
um að segja hér frá orðum eins af helztu rithöfundum
Dana, Jeppe Aalcjœrs, um einn kafla í þessari bók, sögu,.
sem kona segir þar af sjálfri sér í sendibréfum. Aakjær
segir um þennan kafla:
»Eg játa það og fyrirverS mig ekkert fyrir, að eg vil láta
tylftir af skáldsógum — sjálfs mín og annara — fyrir þessa einu
stuttu sjálfslysingu veslings konu, sem situr í mannsaldur milli
arins og vöggu, kvalin á sál og líkama, og dregur upp lífsstrand
sitt með hörSum og skörpum dráttum, eius og fanginn, sem skrifar
með demanti á fangelsisrúðuna. ÁSur en langt um líður verður
þaS viSur-kent, a5 þessi kafli só eitt af því, sem merkilegast er
í bókmeutum okkar. Eu hvað þessi bók er mannleg, stórfenglega
mannleg !«
Mér þykir ekki ólíklegt, að útíiytjendasagan íslenzka
mundi geta auðgast að sama skapi af bréfum hingað vest-
an um haf, og þetta væri sannarlega íhugunarefni.
Karl Larsen hefir farið með þetta efni af mikilli snild
og þekkingu. Hann hefir dvalið langvistum í Vesturheimi
og kynst þar staðháttum og högum manna, og því kunn-