Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 51

Skírnir - 01.12.1918, Page 51
íSkirnir] Utn sendibréf 337 Hugsunarleysið er í því fólgið, að mönnum er ekki 'ljóst, að almenn sendibréf séu nokkurs virði, enda hefir dítið verið gert til að benda mönnum á það. Menn taka ekki eftir öðru en að bréfin varði viðtakendur eina. Og -sumir hugsa sem svo: Eg fæ ekki það merkileg bréf, að heimurinn missir ekki mikils í, þó að þau glatist, ef ihinum er haldið saman. En þessi hugsun: hvað munar ium mig? er algerlegur þröskuldur í öllum velferðarmálum, -og þá færi heimurinn ekki batnandi, ef allir tækju að hugsa svo. Nú munu margir spyrja: Eru þá öll sendibréf þess ■virði, að þeim sé haldið saman? Eg svara: Eg veit það ■ekki, en játa þó, að svo sýnist um mörg bréf, að einu gildi, hvað um þau verði. Þó er sizt að treysta því, að viðtakendur dæmi rétt sjálfir, að bréfin varði ekki al- menning eða eftirkomendurna, og þó að aðrir samtíðar- menn dæmi það rétt vera, er aldrei að'vita, hvað fram- tíðinni finst. Vel er hægt að hugsa sér, að eftirkomendur okkar finni einhverjar nýjar bliðar á bréfunum, sem við höfum ekki fundið eða okkur liugsast. Það er t. d. ekki óhugsandi, að rithandarfræðin taki, þegar tímar líða fram, einhverjum stórbreytingum til fullkomnunar. Að minsta kosti er vissast að geyma sem flest bréf, og gerir þá minna til, þó að með slæðist sitthvað, sem lítið gildi hefir. Liklega hefir fæstum samtíðarmönnum verið ljóst gildi bréfsins frá islenzkri sveitastúlku, sem prentað er í Sýnis- bók Rasks af fornum og nýjum norrænum ritum í sundur- lau8ri og samfastri ræðu, sem út kom 1819. Bréfið var þá skrifað fyrir nokkrum árum, og er gott' sýnishorn af því, að bréf eru ekki einkisverð, þó að efnið sýnist ekki mikið í þeim. Af því að þessi bók er orðin fáum kunn, og hefir víst aldrei verið víða til hér ájlandi, enda út- lendingum einkum ætluð, þá ætla eg að leyfa mér að ilesa bréfið: GóSi frændi! Stödd á Vattarnesi. Þegar eg vissi, aS flestir þínir vinir og skyldfólk fór aS skrifa jþór til, þótti mér svo mikiS fyrir aS verSa ein eftir af öllum og 22

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.